Kristinn Freyr Sigurðsson hefur síðustu vikurnar verið orðaður við endurkomu í Mosfellsbæinn en þar er hann búsettur og uppalinn. Hann lék með Aftureldingu í 4. flokki en færði svo í Fjölni.
Kiddi, eins og hann er langoftast kallaður, á eitt ár eftir af samningi sínum við Val. Hann kom fyrst í Val fyrir tímabilið 2012 og ef frá er talið eitt tímabil í Svíþjóð og ár hjá FH hefur Kiddi verið hjá Val síðan. Hann var orðaður við Aftureldingu fyrir tímabilið 2023.
Kiddi, eins og hann er langoftast kallaður, á eitt ár eftir af samningi sínum við Val. Hann kom fyrst í Val fyrir tímabilið 2012 og ef frá er talið eitt tímabil í Svíþjóð og ár hjá FH hefur Kiddi verið hjá Val síðan. Hann var orðaður við Aftureldingu fyrir tímabilið 2023.
„Afturelding er að reyna fá Kidda Frey frá Val, ætla bjóða alvöru samning þangað," sagði Jóhann Már Helgason, fyrrum framkvæmdastjóri Vals, í hlaðvarpsþættinum Dr. Football í gær.
Kiddi er fæddur árið 1991 og þáttarstjórnandinn, Hjörvar Hafliðason, velti því upp hvort Valsmenn þyrftu ekki að losa hann út af aldri.
„Kristinn Freyr er ekki leikmaður sem Valur á að losa. Þú byggir ekki upp lið á einstaklingum með einstaklingsgæði, þú byggir það upp með að hafa karaktera. Hann er einn af þessum leikmönnum sem eiga bara að vera þarna, búinn að vera í Val drullulengi. Valur á bara að segja nei, sama hvað kemur, bara að segja nei. Þú getur alltaf treyst á að hann leggi sig fram. Þetta er einn síðasti leikmaðurinn sem ég myndi láta fara frá Val og ætla vona að mínir menn segi takk en nei takk," sagði Valsarinn Arnar Sveinn Geirsson sem lék með Kidda á sínum tíma.
„Manni fannst þetta svolítið flatt á Hlíðarenda í sumar, en aldrei hjá Kidda," bætti Jóhann Már við.
Í sama hlaðvarpi hefur verið rætt um að Kiddi sé að reka fyrirtæki og að æfingatímar Vals henti honum mögulega ekki.
Afturelding hefur verið orðað við þá Axel Óskar og Jökul Andréssyni að undanförnu og sömuleiðis Eyþór Aron Wöhler. Jóhann Már orðaði einnig Einar Karl Ingvarsson við Mosfellsbæinn.
Magnús Már Einarsson, þjálfari Aftureldingar, vill bæta við leikmönnum í hópinn sem eru með reynslu úr Bestu deildinni.
Athugasemdir