Man Utd ætlar að bjóða Calvert-Lewin samning - Al Nassr á eftir Rodrygo - Chelsea fylgist með stöðu Nwaneri
banner
   mið 19. janúar 2022 18:15
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Enginn áhugi frá Aston Villa á Suarez
Það hafa verið sögusagnir um að Luis Suarez leikmaður Atletico Madrid sé með tilboð frá Aston Villa. Steven Gerrard stjóri Aston Villa er fyrrum samherji Suarez hjá Liverpool.

Spænski blaðamaðurinn Gerard Romano greindi frá því að Suarez hefði áhuga á að ganga til liðs við Villa og vinna með gamla liðsvélaganum.

Samkvæmt heimildum Sky Sports hefur Aston Villa sagt að það sé enginn áhugi frá liðinu á úrugvæska framherjanum.

Samningur hans við spænska liðið rennur út í sumar en hann er sagður óánægður hjá liðinu um þessar mundir.
Athugasemdir
banner