Gomes, Lookman og Kolo Muani orðaðir við Man Utd - Trossard fær launahækkun - Brownhill í ítalska boltann?
   mið 19. janúar 2022 16:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Víkingur búinn að samþykkja tilboð frá SönderjyskE
Mynd: Fótbolti.net - Jónína Guðjörg Guðbjartsdóttir
Víkingur hefur samþykkt tilboð danska félagsins SönderjyskE í varnarmanninn Atla Barkarson.

Þetta staðfesti Kári Árnason, yfirmaður fótboltamála hjá Víkingi, í samtali við Fótbolta.net í dag.

Atli er tvítugur vinstri bakvörður sem uppalinn er hjá Völsungi en fór ungur út í akademíu Norwich. Eftir tvö ár þar fór hann til Fredrikstad seinni hluta ársins 2019 og samdi svo í kjölfarið við Víking snemma árs 2020. Á síðasta ári var hann í lykilhlutverki með Víkingi sem varð bæði Íslands- og bikarmeistari.

Atli lék sína fyrstu A-landsleiki í síðustu viku, byrjaði leikinn gegn Úganda og kom inn á sem varamaður í seinni hálfleik gegn Suður-Kóreu.

„Ég væri alveg til í að vera leikmaður Víkings og ég væri líka til í að fara út, það er bara spurning hvað kemur upp. Víkingur er hrikalega spennandi og allt verkefnið er geggjað," sagði Atli í viðtali við Fótbolta.net eftir bikarúrslitaleikinn síðasta haust.

Ef Atli nær samkomulagi við SönderjyskE mun hann hitta fyrir Kristófer Inga Kristinsson sem gekk í raðir félagsins síðasta sumar.

Sjá einnig:
„Atli, hans fólk og Víkingur munu hjálpast að við að taka rétt næsta skref" (13. jan)
Athugasemdir
banner
banner
banner