Chiesa í skiptum fyrir Greenwood? - David til Chelsea - Buðu Palace að fá Olise aftur á láni - Slot skoðar Minteh - Varane til Miami
banner
   fim 19. janúar 2023 15:54
Elvar Geir Magnússon
Fótboltamaður lést í bátaslysi
Anton Walkes ólst upp hjá Tottenham.
Anton Walkes ólst upp hjá Tottenham.
Mynd: Getty Images
Varnarmaðurinn Anton Walkes er látinn, 25 ára að aldri. Félag hans, Charlotte FC sem spilar í bandarísku MLS-deildinni, hefur tilkynnt þetta.

Walkes er Englendingur sem ólst upp hjá Tottenham og spilaði einn aðalliðsleik fyrir félagið, deildabikarleik 2016. Hann spilaði svo 66 leiki fyrir Portsmouth áður en hann gekk í raðir Atlanta United í Bandaríkjunum 2020.

Tveir bátar lentu í árekstri rétt hjá bátahöfninni í Miami og voru reyndar árangurslausar endurlífgunartilraunir á Walkes.

„Við erum algjörlega niðurbrotin vegna fráfalls Anton Walkes. Hann var svo sannarlega magnaður faðir, kærleiksríkur persónuleiki og framúrskarandi einstaklingur," segir Zoran Krneta, íþróttastjóri Charlotte.

Í yfirlýsingu Portsmouth segir: „Allir hjá félaginu eru sorgmæddir að heyra af fráfalli Anton Walkes. Hugur okkar er hjá vinum hans og fjölskyldu á þessum erfiðu tímum."
Athugasemdir
banner
banner
banner