Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
banner
   mið 19. febrúar 2020 15:58
Elvar Geir Magnússon
L’Equipe: AC Milan búið að gera samkomulag við Rangnick
Ralf Rangnick.
Ralf Rangnick.
Mynd: Getty Images
Franska blaðið L’Equipe segir að Ralf Rangnick hafi gert samkomulag við AC Milan og taki við þjálfun liðsins frá næsta tímabili.

Nokkrir mánuðir eru síðan Rangnick var fyrst orðaður við AC Milan.

Calciomercato.com segir að Rangnick muni hafa full völd yfir því hverjir séu keyptir eða seldir hjá Milan. Auk þess muni hann var yfir njósnateyminu.

Þetta víða valdsvið þýðir líklega að Paolo Maldini og Zvonimir Boban láti af störfum.

Rangnick var þjálfari RB Leipzig á síðasta tímabili en er nú yfirmaður íþróttamála hjá Red Bull íþróttasamsteypunni.

Stefano Pioli er þjálfari AC Milan en fær ekki að halda því starfi áfram ef fréttirnar reynast réttar.

AC Milan má muna sinn fífil fegurri en síðustu ár hafa verið erfið hjá liðinu og það er sem stendur í áttunda sæti ítölsku A-deildarinnar.
Athugasemdir
banner
banner
banner