Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   mið 19. febrúar 2020 06:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Capello: Rasista í lífstíðarbann
Burtu með rasisma.
Burtu með rasisma.
Mynd: Getty Images
Knattspyrnuþjálfarinn Fabio Capello segir að rasista verði að dæma í lífstíðarbann frá fótbolta.

Sorglega margar fréttir hafa verið um kynþáttafordóma í fótbolta að undanförnu. Nú síðast um helgina var það til umfjöllunar að Moussa Marega, sóknarmaður Porto, gekk af velli út af kynþáttafordómum frá áhorfendum.

Capello segir að í öllum tilfellum eigi það fólk sem gerist sekt um rasisma að fá lífstíðarbann frá fótbolta.

„Sumir áhorfendur fara á völlinn til að vera með kynþáttafordóma - þeim finnst það gaman," segir Capello.

„Þessir stuðningsmenn þurfa að vera utan vallarins út ævina, ekki bara í tvo eða þrjá leiki. Ég las það einhvers staðar að á Ítalíu hefði maður verið dæmdur í fjögurra ára bann, það er ekki nóg."

Capello er orðinn 73 ára og er ekki að þjálfa núna. Hann þjálfaði síðast í Kína, en hætti þar árið 2018. Hann er fyrrum stjóri AC Milan, Real Madrid, Roma, Juventus, enska og rússneska landsliðsins.
Athugasemdir
banner
banner
banner