Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mið 19. febrúar 2020 05:55
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Meistaradeildin í dag - Gamli skólinn gegn þeim nýja
Nagelsmann gegn Mourinho.
Nagelsmann gegn Mourinho.
Mynd: Getty Images
Meistaradeild Evrópu rúllar áfram í kvöld, en í gær hófust 16-liða úrslitin með tveimur leikjum.

Í kvöld eru aðrir tveir leikir. Lærisveinar Jose Mourinho mæta RB Leipzig, sem er að gera athyglisverða hluti í Þýskalandi undir stjórn hins 32 ára gamla Julian Nagelsmann. Leipzig er í öðru sæti þýsku úrvalsdseildarinnar, stigi á eftir Bayern.

Það má segja að þetta sé nýi skólinn gegn gamla skólanum; Mourinho gegn Nagelsmann. Mourinho hefur allt unnið og er einn sá sigursælasti í bransanum á meðan Nagelsmann er á mikilli uppleið.

Í hinum leiknum í kvöld mætast Atalanta frá Ítalíu og Valencia frá Spáni. Alessandro Florenzi, Gabriel Paulista, Ezequiel Garay og fleiri eru á meiðslalista Valencia.

Leikurinn er heimaleikur Atalanta en verður spilaður á San Siro í Mílanó þar sem heimavöllur Atalanta uppfyllir ekki skilyrði UEFA.

miðvikudagur 19. febrúar
20:00 Atalanta - Valencia (Stöð 2 Sport 2)
20:00 Tottenham - RB Leipzig (Stöð 2 Sport)
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner