Man Utd ætlar að bjóða Calvert-Lewin samning - Al Nassr á eftir Rodrygo - Chelsea fylgist með stöðu Nwaneri
   fös 19. febrúar 2021 14:00
Magnús Már Einarsson
Manchester United ræðir samningamál við Cavani
Ole Gunnar Solskjær, stjóri Manchester United, hefur staðfest að félagið ætli að ræða við Edinson Cavani um framlengingu á samningi.

Cavani hefur skorað sjö mörk í 24 leikjum síðan hann kom frítt til Manchester United í upphafi tímabils.

Hinn 34 ára gamli Cavani gerði eins árs samning með möguleika á árs framlengingu.

„Edinson hefur staðið sig vel með okkur. Ég hef hrifist af honum og hann hefur fallið vel inn í hópinn," sagði Solskjær.

„Við munum setjast niður með honum og tala við hann í framtíðinni auðvitað, til að sjá áætlanir hans og okkar áætlanir. Þú ræðir alltaf við leikmenn um samningsmál og við erum mjög ánægðir með það sem hann hefur gert hér."
Athugasemdir