
Glódís Perla Viggósdóttir glímir við meiðsli þessa stundina og sagði Þorsteinn Halldórsson helmingslíkur á því að hún geti verið með í komandi landsleikjum. Fyrirliðinn er í hópnum sem tilkynntur var í dag fyrir heimaleiki gegn Noregi og Sviss í Þjóðadeildinni.
„Það skýrist bara rétt fyrir verkefnið eða í verkefninu," sagði landsliðsþjálfarinn Þorsteinn.
Glódís var ónotaður varamaður þegar Bayern tapaði 0-2 heima gegn Lyon í 8-liða úrslitum Meistaradeildarinnar.
„Það skýrist bara rétt fyrir verkefnið eða í verkefninu," sagði landsliðsþjálfarinn Þorsteinn.
Glódís var ónotaður varamaður þegar Bayern tapaði 0-2 heima gegn Lyon í 8-liða úrslitum Meistaradeildarinnar.
„Hún er að glíma við meiðsli í hné, beinmar í hnénu. Þetta er búið að vera angra hana í svolítinn tíma. Hún byrjaði að æfa aftur eftir landsleikina og þá versnaði þetta."
Er einhver hugsun að það væri gott fyrir hana að hvíla núna upp á framtíðina?
„Það eru hlutir sem við erum að ræða við Bayern um, þeir náttúrulega stjórna sínum dögum og þeim tíma sem hún er þar. Ég er í ágætis samskiptum við þá um þetta og þetta bara kemur í ljós."
Var einhver möguleiki á því að hún myndi spila gegn Lyon í gær ef upp hefðu komið meiðsli í vörninni?
„Nei, hún var ekki leikfær í gær," sagði Steini.
Hann segir að auðvitað hefði það einhver áhrif á íslenska liðið ef Glódís getur ekki spilað. „En ef til þess kemur að við þurfum að takast á við það, þá hef ég fulla trú á að við munum gera það."
Athugasemdir