Liverpool hefur sett sig í samband við fólk sem er nátengt Alexander Isak - Úlfarnir horfa til Jota
   mið 19. mars 2025 07:30
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Heimild: Fotbolltransfers 
Kolbeinn Þórðar: Mikill munur frá síðasta ári
Mynd: Guðmundur Svansson
Kolbeinn Þórðarson og félagar í Gautaborg komust alla leið í undanúrslit sænska bikarsins en liðið tapaði þar gegn Malmö um helgina.

Hann kom inn á sem varamaður og jafnaði metin undir lokin en liðið tapaði í framlengingu.

Liðið hefur verið í harðri fallbaráttu í deildinni undanfarin tvö tímabil en Kolbeinn sagði í viðtali sem birtist á Fotbolltransfers að liðið hafi náð miklum framförum.

„Það er mikill munur frá síðasta ári. Við höldum boltanum og þorum að spila sóknarbolta. Við erum að spila góðan fótbolta. Þeir skora því við gerum mistök, þeir eru með drápseðli, þegar þeir fá tækifæri skora þeir," sagði Kolbeinn.

„Við höfum tekið stór skref. Við tökum skref fram á við í hverjum leik,. VIð höfum unnið Djurgarden og Hammarby og spiluðum okkar leik gegn Malmö, það er jákvætt. Fólkið í stúkunni var stórkostlegt, þetta var eins og að spila á Gamla Ullevi (Heimavelli Gautaborgar)."
Athugasemdir
banner
banner
banner