Arsenal sýnir Nkunku áhuga - Chelsea vill Gittens - Everton vill endurheimta Richarlison
   mið 19. mars 2025 05:55
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Meistaradeild kvenna í dag - Sveindís mætir Barcelona
Kvenaboltinn
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Wolfsburg fær Barcelona í heimsókn í fyrri leik liðanna í 8-liða úrslitum Meistaradeildar kvenna í kvöld.

Sveindís Jane Jónsdóttir hefur verið inn og út úr byrjunarliði Wolfsburg á tímabilinu en hún spilaði aðeins 23 mínútur í síðasta deildarleik þegar liðið tapaði 3-1 gegn Bayern.

Hún hefur skorað fjögur mörk í Meistaradeildinni á tímabilinu en öll mörkin komu í 6-1 sigri gegn Roma í riðlakeppninni þar sem hún spilaðii aðeins hálftíma.

Wolfsburg hafnaði í 2. sæti A riðils á meðan Barcelona hafnaði á toppnum í D-riðli.

Þá er enskur slagur seinna í kvöld þegar Man City fær Chelsea í heimsókn.

Meistaradeild kvenna
17:45 Wolfsburg - Barcelona W
20:00 Manchester City W - Chelsea W
Athugasemdir
banner
banner