Man Utd ætlar að bjóða Calvert-Lewin samning - Al Nassr á eftir Rodrygo - Chelsea fylgist með stöðu Nwaneri
banner
   mán 19. apríl 2021 12:44
Elvar Geir Magnússon
Borðar fyrir utan Anfield - „Hvíl í friði Liverpool"
Fótboltaáhugamenn eru margir hverjir reiðir vegna áforma tólf af stærstu félögum Evrópu um að stofna sérstaka Ofurdeild.

Liverpool er eitt af félögunum og nú hafa stuðningsmenn liðsins hengt upp borða við Anfield.

„Skammist ykkar" stendur á einum af borðunum. „Hvíl í friði Liverpool 1892-2021"

„Liverpool stuðningsmenn eru mótfallnir Ofurdeild Evrópu"

Mikill titringur er í fótboltaheiminum vegna áforma um að stofna þessa sérstöku Ofurdeild en fjallað er um deildina í sérstökum hlaðvarpsþætti sem hægt er að hlusta á hér að neðan.


Allt nötrar út af Ofurdeildinni - NBA deild í Evrópu
Athugasemdir
banner