Napoli í viðræðum um Garnacho - Villa hafnaði tilboði West Ham í Duran - Vlahovic orðaður við Chelsea
   fös 19. apríl 2024 18:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Rúnar Kristins: Skiptir engu hvar ég er uppalinn eða hvar ég hef verið áður
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Rúnar Kristinsson, þjálfari Fram, mætir á morgun KR í fyrsta sinn sem þjálfari. Rúnar er fyrrum þjálfari KR, var með liðið 2010-14 og aftur 2017-23 en fékk ekki nýjan samning síðasta haust og var Gregg Ryder ráðinn í hans stað. Eftir að síðasta tímabili lauk var Rúnar ráðinn sem þjálfari Fram.

Fram mætir KR á AVIS-vellinum í Laugardal, heimavelli Þróttar, og er það heimaleikur KR. Meistaravellir, heimavöllur KR, er ekki klár fyrir fótboltaleik þar sem kalt hefur verið í veðri. Rúnar var spurður út í það að mæta KR í viðtali eftir leik Fram gegn Víkingi á mánudag.

Sá leikur hlýtur að vera þýðingarmikill fyrir þig, að keppa á móti KR. Hvernig komið þið inn í þann leik?

„Ég kem bara inn í þann leik sem þjálfari Fram og við ætlum að reyna gera okkar besta til þess að vinna. Það er ekkert annað í stöðunni. Sama hverjum við mætum, ég þarf bara að vinna mína vinnu og reyna vinna fótboltaleiki. Það skiptir engu hvar ég er uppalinn eða hvar ég hef verið áður. Þetta snýst um að ég vinni vinnuna mína," sagði Rúnar.

Hann ræddi um byrjunina á mótinu; einn sigur og eitt tap.

„Fyrirfram hefði ég viljað vinna Vestra og ná stigi heima gegn Víkingum sem var stefnan í dag. En við þurfum þá bara að sækja þetta stig sem við misstum í dag einhverstaðar annars staðar," sagði Rúnar í viðtali eftir leikinn gegn Víkingi.

Leikurinn á morgun hefst klukkan 16:15.
Þurfti að róa Pablo eftir leik - „Leikmenn eiga ekki að skipta sér af áhorfendum“
Besta-deild karla
Lið L U J T Mörk mun Stig
1.    Víkingur R. 22 15 4 3 56 - 23 +33 49
2.    Breiðablik 22 15 4 3 53 - 28 +25 49
3.    Valur 22 11 5 6 53 - 33 +20 38
4.    ÍA 22 10 4 8 41 - 31 +10 34
5.    Stjarnan 22 10 4 8 40 - 35 +5 34
6.    FH 22 9 6 7 39 - 38 +1 33
7.    Fram 22 7 6 9 31 - 32 -1 27
8.    KA 22 7 6 9 32 - 38 -6 27
9.    KR 22 5 6 11 35 - 46 -11 21
10.    HK 22 6 2 14 26 - 56 -30 20
11.    Vestri 22 4 6 12 22 - 43 -21 18
12.    Fylkir 22 4 5 13 26 - 51 -25 17
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner