Man City leiðir baráttuna um Gibbs-White - Chelsea hefur áhuga á Gyökeres - Watkins til Liverpool?
   lau 19. apríl 2025 21:50
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Jóhann Berg fékk skell gegn botnliðinu - Sigur hjá Loga og Danijel gegn toppliðinu
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Jóhann Berg Guðmundsson var í byrjunarliðinu þegar Al-Orobah tapaði 4-0 gegn Al-Raed í sádí arabísku deildinni.

Um var að ræða fallbaráttuslag en Al-Orobah datt niður í fallsæti en Al-Raed er á botni deildarinnar.

Logi Hrafn Róbertsson hafði ekkert komið við sögu hjá Istra í síðustu fjórum leikjum í króatísku deildinni. Hann kom inn á seint í uppbótatíma þegar liðið vann topplið Rijeka 2-0. Danijel Djuric sat allan tímann á bekknum.

Istra er í 6. sæti með 38 stig eftir 30 umferðir en sex umferðir eru eftir.
Athugasemdir
banner