Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   sun 19. maí 2019 09:00
Ívan Guðjón Baldursson
Cavani ætlar að fara frítt á næsta ári
Mynd: Getty Images
Edinson Cavani skoraði í 4-0 sigri Paris Saint-Germain gegn Rúnari Alexi Rúnarssyni og félögum í Dijon í gærkvöldi.

Eftir leikinn sagðist hann ekki ætla að skipta um félag í sumar, heldur frekar fara á frjáslri sölu þegar samningurinn rennur út 2020.

„Ég vil klára samninginn hérna. Mér líkar vel við mig hjá þessu félagi, mér líkar vel við þessa borg og fjölskyldunni líður vel. Auðvitað verð ég áfram hérna á næsta tímabili," sagði Cavani.

Cavani er 32 ára sóknarmaður frá Úrúgvæ sem hefur gert 192 mörk í 274 leikjum frá komu sinni til PSG fyrir sex árum.

Hann braust fram í sviðsljósið hjá Palermo á Ítalíu og var aðalstjarnan í liði Napoli í þrjú ár áður en hann hélt til Parísar fyrir 64 milljónir evra.
Athugasemdir
banner
banner