Gallagher á lán til Man Utd? - Villa hefur áhuga á Johnson - Tottenham hefur hætt við að reyna að fá Semenyo
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
Kominn í grænt eftir eitt tímabil í Svíþjóð - „Eftir það tók ég ákvörðun um að fara annað“
Ætlaði ekki að koma heim - „Þegar ég talaði við Óskar lá þetta fyrir“
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Jóladagatalið: Allir á þjóðhátið, það er skylda hjá mér!
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
Jóladagatalið: Þið vitið aldrei neitt um okkur
„Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis"
Ævintýraþjálfari Völsungs: Þegar þú ferðast um heiminn verður þú að taka ákvarðanir hratt
Ólafur Ingi: Heilt yfir stoltur en fannst við vera pínu klaufar
Margt í gangi í hausnum á Damir fyrir leikinn - „Spurðu þá sem stjórna klúbbnum“
Höskuldur: Þau eru ekkert verðugri en við að vera þarna
Anton Ari: Sannaði fyrir mér að við áttum alveg erindi hingað
Jóladagatalið: Frasabók Margrétar Láru
Arnór Gauti: Þetta er bara sturlun
Sá fyrir sér að ljúka ferlinum með Blikum: Því miður vildi klúbburinn leita eitthvað annað
Kiddi Jóns framlengir - Var í viðræðum við annað félag
Jóladagatalið: Elínborg gaf viðtal í sturtu eftir leik
   sun 19. maí 2019 21:49
Kristófer Jónsson
Jói Kalli: Áttu engin svör við þéttleika okkar
Jóhannes Karl er að gera frábæra hluti með ÍA
Jóhannes Karl er að gera frábæra hluti með ÍA
Mynd: Ingunn Hallgrímsdóttir
Jóhannes Karl Guðjónsson, þjálfari ÍA, var að vonum sáttur eftir 1-0 sigur sinna manna gegn Breiðablik í Pepsi Max-deild karla í kvöld. Sigurmarkið kom undir lok leiks.

„Við fengum það sem að við ætluðum úr þessum leik. Hlutirnir gengu ágætlega upp hjá okkur. Strákarnir lögðu gríðarlega mikið á sig til að loka á Blikanna og meðan að við höldum hreinu dugar eitt mark til að vinna leikinn."

Lestu um leikinn: Breiðablik 0 -  1 ÍA

Leikurinn var ekki mikið fyrir augað en vörn beggja liða var gríðarlega þétt og því var lítið af marktækifærum.

„Ég held að þeir hafi ekki fengið eitt einasta færi. Við vissum að ef að við myndum loka miðsvæðum myndu þeir setja inn mikið af krossum inní teiginn sem að við vörðumst vel. Þeir í rauninni áttu engin svör við þéttleika hjá okkur."

Skagamenn eru nýliðar í deildinni en þeir hafa farið frábærlega af stað og eru eftir í deildinni með 13 stig þegar að fimm umferðir eru búnar.

„Við vitum að þegar að hlutirnir heppnast hjá okkur þá getum við unnið hvaða lið sem er. Þetta er trúin sem að hópurinn hefur á það sem að við getum gert." sagði Jói Kalli að lokum.

Nánar er rætt við Jóhannes Karl í spilaranum að ofan.
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner