banner
   fim 19. maí 2022 10:28
Elvar Geir Magnússon
Það verður sigurhátíð í Liverpoolborg
Liverpool fagnaði síðast í opinni rútu 2019.
Liverpool fagnaði síðast í opinni rútu 2019.
Mynd: Getty Images
Borgarstjórinn í Liverpool bauð Liverpool að halda sigurhátíð og fagna í opinni rútu eftir tímabilið. Félagið tók þessu boði og ljóst er að það verður mikið um dýrðir í borginni í lok mánaðarins.

Hátíðin verður haldin þó Liverpool tapi baráttunni um Englandsmeistaratitilinn og Meistaradeildartitilinn.

Liverpool hefur þegar unnið báðar bikarkeppnirnar á Englandi og stuðningsmenn liðsins halda áfram að láta sig dreyma um fernuna.

Lokaumferðin í ensku úrvalsdeildinni verður á sunnudaginn þar sem Liverpool þarf að vinna Wolves og treysta á að Manchester City misstígi sig gegn Aston Villa.

Liðsrútan mun ferðast um götur borgarinnar klukkan fjögur sunnudaginn 29. maí, daginn eftir úrslitaleik Meistaradeildarinnar.
Athugasemdir
banner
banner
banner