Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   fim 19. maí 2022 23:49
Brynjar Ingi Erluson
„Við verðum að hætta að hleypa stuðningsmönnum inn á völlinn"
Dion Dublin
Dion Dublin
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images
Dion Dublin, sparkspekingur á Sky Sports, segir að félög verði að hætta að leyfa stuðningsmönnum að hlaupa inn á völlinn og fagna með leikmönnum en ansi mörg vafasöm atvik hafa átt sér stað síðustu daga.

Stuðningsmaður Nottingham Forest skallaði Billy Sharp, leikmann Sheffield United, á dögunum eftir að liðin mættust í umspili B-deildarinnar, en þá stormuðu stuðningsmenn inn á völlinn. Það er búið að handtaka stuðningsmanninn og fær hann lífstíðarbann frá leikjum liðsins.

Í sama leik fór myndband af Oli McBurnie, leikmanni Sheffield United, í dreifingu. Þar virðist hann traðka á stuðningsmanni Forest og þá hafa svipuð læti átt sér stað í umspili C-deildarinnar.

Í kvöld fóru stuðningsmenn Everton inn á völlinn og gekk einn svo langt að gefa Patrick Vieira, stjóra Crystal Palace, puttann og áreita hann. Vieira var nokkuð rólegur framan af en svaraði svo með því að fella stuðningsmanninn.

Vieira neitaði að tjá sig um atvikið eftir leikinn en Dublin segir að það verði að herða öryggisgæslu á völlunum í framtíðinni.

„Nei við viljum alls ekki sjá þetta. Við vitum af þessari alsælu tilfinningu sem stuðningsmenn Everton eru að upplifa en þú getur ekki verið að gera þetta. Þú getur ekki verið að ýta stjórum, leikmönnum og öskra á þá. Við viljum ekki sjá þetta en við vitum að þetta er minnihlutinn, kannski 1-2 sem eyðileggja fyrir öllum öðrum."

„Það að hafa stuðningsmenn inn á vellinum er ekki það sem við eigum að leyfa þegar við horfum fram veginn. Við verðum að stöðva þá eða hætta að leyfa þeim að fara inn á völlinn. Þetta er alltof hættulegt,"
sagði Dublin.


Athugasemdir
banner
banner