Douglas Luiz fer til Juve - Man Utd í viðræðum um Leny Yoro - Lazio býður í Greenwood - Wan-Bissaka til Tyrklands - West Ham vill Calvert-Lewin -...
   sun 19. maí 2024 20:43
Ívan Guðjón Baldursson
Ítalía: Genoa réði ekki við tíu Rómverja
Mynd: EPA
Roma 1 - 0 Genoa
1-0 Romelu Lukaku ('79)
Rautt spjald: Leandro Paredes, Roma ('72)

Roma tók á móti Genoa í síðasta leik dagsins í ítölsku deildinni og gátu Rómverjar tryggt sér sjötta sæti ítölsku deildarinnar með sigri.

Albert Guðmundsson, sem hefur verið mikið orðaður við stór félagsskipti í sumar, byrjaði á bekknum og ríkti mikið jafnræði með liðunum í bragðdaufum fyrri hálfleik þar sem engin marktilraun hæfði rammann.

Staðan hélst markalaus en það dró til tíðinda í síðari hálfleik þar sem Rómverjar tóku að sækja meira og svo var Alberti skipt inn af bekknum á 67. mínútu. Hann skapaði strax usla en tókst ekki að skora.

Skömmu eftir innkomu Alberts fékk heimsmeistarinn Leandro Paredes tvö gul spjöld með nokkurra sekúndna millibili fyrir kjaftbrúk við dómarann.

Tíu Rómverjar misstu ekki móðinn og tók Romelu Lukaku forystuna með frábæru marki á 79. mínútu.

Gestirnir frá Genúa sóttu stíft á lokakaflanum en þeim tókst ekki að jafna og urðu lokatölur 1-0. Roma tryggði sér sjötta sæti deildarinnar með þessum sigri en Genoa er í ellefta sæti sem stendur.
Athugasemdir
banner
banner
banner