Sádar gera allt til að fá Salah - Semenyo vill helst fara til Liverpool - Liverpool og Barca vilja Guehi
Jóladagatalið: Vona að þeir hafi verið á baki en ekki með hann í lúkunum
Jóladagatalið: Hvernig er að ganga í Feneyjum?
Jóladagatalið: Misskildi spurningu fréttamanns - „Setti hársprey og svona“
Jóladagatalið: Hægðir og lægðir
Jóladagatalið: Lárus Orri lét stjórnarmenn heyra það - „Vilja eignast vini upp á KA-svæði“
Jóladagatalið: Langbest að fá heyrnarlausa menn til að dæma leikinn
Jóladagatalið: Cillessen rauk úr viðtali eftir tap á Laugardalsvelli
Jóladagatalið: Gylfi lét boltum rigna yfir Jóa Berg
Aron Einars: Spenntur fyrir Davíð og öllu sem hann stendur fyrir
Jóladagatalið: Ólafur Karl Finsen í kleinu
Ray Anthony: Eigum eftir að styrkja okkur betur
Hjörvar Daði: Markmiðið er að fara upp
Damir: Auðveld ákvörðun að velja Grindavík
Höskuldur: Varnarmennirnir gátu aldrei verið þægilegir út af honum
Ágúst Orri: Hann fer nánast á rassgatið
Óli Skúla: Sýndi að hann er frábær leikmaður
Ólafur Ingi: Draumastaða er bara þrjú stig
Sviptu hulunni af Loga Ólafs sem sagði af sér um leið
Höskuldur: Ég er mikill unnandi Loga sem persónu og leikmanns
Árni Guðna: Aldrei spurning þegar kallið kom héðan
   mið 19. júní 2024 22:01
Haraldur Örn Haraldsson
Aron Bjarna: Mikilvægt að vinna þessa leiki
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir

Aron Bjarnason leikmaður Breiðabliks var með báðar stoðsendingar Blika í kvöld þegar þeir unnu KA menn 2-1 á Kópavogsvelli.


Lestu um leikinn: Breiðablik 2 -  1 KA

„Mjög gott að klára þetta, bara erfiður leikur. Þeir eru bara með mjög fínt lið þannig að við tökum þessum þrem stigum."

Breiðablik var mikið með boltan og oft að komast í góðar stöður. KA menn vörðust hinsvegar vel og þrátt fyrir góð færi gekk erfiðlega fyrir Blika að skora.

„Þeir voru bara að komast vel fyrir skotin hjá okkur, það vantaði kannski að búa til færi úr góðum stöðum sem við vorum að skapa. Mér fannst við byrja leikinn mjög vel en svo dettum við aðeins niður. Svo ná þeir marki snemma þarna í seinni og þá þurftum við að sækja markið."

 Með þessum úrslitum er Breiðablik aðeins einu stigi frá topp sætinu og því gríðarlega mikilvægt að hafa unnið hér í kvöld.

„Það er mjög mikilvægt að vinna þessa leiki, það er alveg klárt mál. Sérstaklega þegar liðin sem eru í kringum okkur eru alltaf á deginum á undan. Þá þurfum við að passa upp á að vinna leikina það er klárt mál."

Dregið var í undankeppni Sambandsdeildarinnar í vikunni og ljóst er að Breiðablik mætir GFK Tikves frá Norður-Makedóníu.

„Það er bara mjög spennandi. Ég hef ekki farið í mörg Evrópu verkefni þannig að ég er bara mjög spenntur fyrir þessu. Maður veit svo sem lítið um þessi lið þannig að það verður bara mjög gaman og krefjandi."

Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan.


Athugasemdir
banner
banner