Guehi vill fara til Liverpool - Viðræður við Gordon ganga illa - Man Utd skoðar stjóra
   mið 19. júní 2024 14:02
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Fyrrum leikmaður Man Utd er þjálfari andstæðinga Stjörnunnar - Skoraði á Íslandi
Healy lagði skóna á hilluna árið 2013 eftir tímabil með Bury í ensku C-deildinni.
Healy lagði skóna á hilluna árið 2013 eftir tímabil með Bury í ensku C-deildinni.
Mynd: Getty Images
Healy í baráttunni við Kristján Örn Sigurðsson.
Healy í baráttunni við Kristján Örn Sigurðsson.
Mynd: Fótbolti.net - Andri Janusson
Stjarnan dróst í gær á móti norður-írska liðinu Linfield í 1. umferð forkeppninnar í Sambandsdeildinni. Linfield var næsterfiðasti andstæðingurinn sem Stjarnan gat fengið ef horft er í fyrri árangur liðsins í Evrópu.

Linfield vann norður-írsku deildina fjögur ár í röð frá 2018-22 en hefur undanfarin tvö ár endað í 2. sæti á eftir Larne.

David Healy, fyrrum framherji Manchester United, Preston, Leeds, Fulham, Rangers og norður-írska landsliðsins, er stjóri Linfield. Hann er þriðji landsleikjahæsti útispilari í sögu landsliðsins og sá langmarkahæsti með 36 mörk í 95 leikjum.

Tvö af landsliðsmörkum Healy komu gegn Íslandi. Það fyrra skoraði hann í september 2021 í 3-0 sigri á Windsor Park í Belfast, sá leikur var í undankeppni fyrir HM 2022. Seinna markið kom í 2-1 tapi á Laugardalsvelli í október 2007. Ármann Smári Björnsson kom Íslandi yfir snemma leiks en Healy jafnaði á 72. mínútu með marki úr vítaspyrnu. Keith Gillespie varð svo fyrir því óláni að skora sjálfsmark í uppbótartíma sem varð sigurmark Íslands. Ísland vann tvo leiki í þeirri undankeppni, báða gegn Norður-Írum.

Healy er uppalinn hjá Manchester United en lék einungis þrjá keppnisleiki fyrir félagið áður en hann fór til Preston um aldamótin. Á félagsliðaferlinum skoraði hann 99 mörk í 428 keppnisleikjum samkvæmt Wikipedia.
   26.03.2008 06:00
Platini veitir David Healy verðlaun í kvöld

Í forkeppninni verður leikið heima og að heima, leikirnir fara fram 11. og 18. júlí og fer fyrri leikurinn fram á Samsungvellinum í Garðabæ. Hér má sjá hvaða liðum Stjarnan hefði getað mætt í 1. umferðinni.

Jökull Elísabetarson, þjálfari Stjörnunnar, var spurður út í dráttinn í viðtali eftir sigurinn gegn FH í gær.

„Drátturinn leggst bara vel í mig. Við erum ekki búnir að leggjast yfir þá, en erum búnir að sækja ansi marga leiki og byrjaðir að afla okkur upplýsinga og gagna. Fyrsta tilfinning er að þetta gæti verið fínt. Þetta verður erfitt, en mjög skemmtilegt. Hvernig sem við förum í gegnum þetta, þá mun liðið þroskast við það."

Sáttur við að fá ferðalagið til Norður-Írlands frekar en til hinna landanna sem voru í boði?

„Ég bara var ekkert að pæla í því, var ekki með einhvern óskamótherja. Ég bara beið eftir því að sjá hvað liggur fyrir. Ég er bara ánægður með þetta og þetta verður skemmtilegt," sagði Jökull.

Stjarnan mætir Bala Town frá Wales eða Paide Linnameeskond fra Eistlandi í 2. umferð ef liðið slær Linfield út.
Jökull: Hann tók þetta í sínar eigin hendur
Athugasemdir
banner
banner
banner