Tveir miðverðir orðaðir við Liverpool - Graham Potter næsti landsliðsþjálfari Englands? - Arsenal líklegast til að fá Merino - Man City vill fá...
   mið 19. júní 2024 17:29
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
KR setur sig í samband við Jason Daða
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
KR hefur sett sig í samband við Jason Daða Svanþórsson og er hann samkvæmt heimildum Fótbolta.net eitt helsta skotmark KR.

Það vekur athygli að þetta gerist skömmu eftir komu Óskars Hrafns Þorvaldssonar til félagsins en hann fékk Jason Daða til Breiðabliks á sínum tíma og var þjálfari hans í þrjú tímabil.

Jason Daði er einn allra besti leikmaður Bestu deildarinnar en samningur hans við félagið rennur út eftir tímabilið og mega önnur félög ræða við hann, en verða þó að láta Breiðablik vita fyrst.

Víkingur og Valur hafa þegar sett sig í samband við sóknarmanninn öfluga.

Jason verður 25 ára í lok árs og erlend félög hafa verið að fylgjast með kappanum. Hann hefur lagt upp fimm mörk og skorað tvö í Bestu deildinni í sumar.

Hann verður líklega í byrjunarliði Breiðabliks sem mætir KA í kvöld.
Athugasemdir
banner
banner