Kovac orðaður við stjórastól Liverpool - Newcastle vill Gibbs-White - Dewsbury-Hall orðaður við Tottenham
banner
   mán 19. júlí 2021 06:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Segir að Messi sé líklegastur til að vinna Ballon d'Or
Messi vann Copa America með Argentínu.
Messi vann Copa America með Argentínu.
Mynd: Getty Images
Ronald Koeman, þjálfari Barcelona, vill meina að Lionel Messi sé frekar líklegur til að vinna Ballon d'Or - verðlaunin sem eru veitt besta leikmanni heims ár hvert - í lok þessa árs.

Messi hefur þegar unnið verðlaunin sex sinnum og er sá sem hefur oftast hreppt hnossið.

Messi hefur átt gott ár og vann hann sínu fyrstu verðlaun með argentínska landsliðinu á dögunum þegar liðið vann sigur í Copa America, Suður-Ameríkubikarnum. Messi var magnaður á mótinu.

„Messi er líklegastur til að vinna Ballon d'Or eftir frábært tímabil," segir Koeman.

Messi er samningslaus en það þykir líklegt að hann skrifi undir nýjan samning við Barcelona á næstu dögum.

Ertu sammála þessu?
Athugasemdir
banner
banner