Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   mán 19. júlí 2021 18:15
Brynjar Ingi Erluson
Tottenham í viðræðum við Juventus um Romero
Christian Romero í baráttunni með Atalanta
Christian Romero í baráttunni með Atalanta
Mynd: EPA
Áhuginn er mikill á Christian Romero, varnarmanni Juventus á Ítalíu, en enska félagið Tottenham Hotspur er í baráttunni við Barcelona um kaupin á honum.

Ítalskir miðlar greina frá því að fjölmörg lið í Evrópu hafi áhuga á Romero.

Hann er 23 ára gamall og hefur spilað síðustu þrjú tímabil í Seríu A. Hann kom til Genoa frá Argentínu og lék það vel á fyrsta tímabili að Juventus keypti hann og lánaði hann svo eitt tímabil til viðbótar til Genoa. Í dag er hann á láni hjá Atalanta og á eitt ár eftir af lánssamningnum.

Ítalski blaðamaðurinn Gianluigi Longari segir frá því að Tottenham og Barcelona hafi bæði spurst fyrir um Romero.

Þá er einnig greint frá því að Tottenham sé í viðræðum við Juventus um argentínska miðvörrðinn sem og ítalska markvörðinn Pierluigi Gollini, sem spilar með Romero hjá Atalanta. Gollini þekkir vel til á Englandi en hann spilaði með unglingaliði Manchester United og eyddi þá tveimur árum hjá Aston Villa.

Tottenham hefur ekki enn keypt leikmann í þessum glugga en ljóst er að einhverjar hreyfingar verða næstu vikur eftir að félagið fékk Fabio Paratici inn sem yfirmann knattspyrnumála og Nuno Espirito Santo sem knattspyrnustjóra.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner