Newcastle vill kaupa Elanga - Memphis til Corinthians - Barca ætlar að fá Nico Williams - Casemiro og Eriksen mega fara - Kovacic íhugar framtíð sína...
   fös 19. júlí 2024 07:30
Brynjar Ingi Erluson
Barcelona horfir til Merino
Mynd: EPA
Spænska félagið Barcelona er að skoða þann möguleika að kaupa Mikel Merino frá Real Sociedad. Þetta kemur fram í Relevo.

Hansi Flick, nýr þjálfari Barcelona, vill fá „teig í teig“ miðjumann, sem er fullur af orku og er Merino sagður efstur á lista yfir leikmann sem getur sinn slíku hlutverki.

Barcelona hefur rætt við Bayern München um Joshua Kimmich, en þær viðræður virðast vera að sigla í strand.

Relevo segir að Merino sé því kominn efst á listann.

Merino skilaði sínu hlutverki vel með spænska landsliðinu er það varð Evrópumeistari á dögunum. Hann byrjaði einn leik í 1-0 sigrinum á Albaníu en annars kom hann inn af bekknum í hinum leikjunum og gerði meðal annars sigurmarkið í 2-1 sigrinum á Þýskalandi í 8-liða úrslitum.

Deco, yfirmaður íþróttamála hjá Barcelona, hefur verið í sambandi við Sociedad vegna Merino. Leikmaðurinn er með samning út tímabilið og er hann líklega falur fyrir um það bil 20 milljónir evra.

Arsenal er talið leiða kapphlaupið um spænska miðjumanninn en Barcelona telur sig geta sannfært hann um að vera áfram á Spáni.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner