Ítalska félagið Fiorentina hefur fengið krótaíska landsliðsmanninn Marin Pongracic frá Lecce. Hann er keyptur á 15 milljónir evra.
Pongracic fæddis í Þýskalandi þann 11. september 1997 og hefur spilað fyrir Salzburg, Borussia Dortmund og Wolfsburg.
Pongracic hefur spilað tíu landsleiki fyrir Króatíu og var með liðinu á nýafstöðnu Evrópumóti.
Hann var nálægt því að ganga í raðir Rennes í Frakklandi en Fiorentina nældi í hann á síðustu stundu, eftir að félagið seldi Nikola Milenkovic til Nottingham Forest.
Marin è Viola. ??#Pongracic #Fiorentina pic.twitter.com/Fdeubmdptb
— ACF Fiorentina (@acffiorentina) July 19, 2024
Athugasemdir