Liverpool og Arsenal sýna Mbeumo áhuga - Hvenær tekur Amorim við Man Utd? - Arsenal vinnur að því að fá Sane
   fös 19. júlí 2024 17:30
Elvar Geir Magnússon
Króatískur landsliðsmaður til Fiorentina (Staðfest)
Marin Pongracicer fyrrum leikmaður Wolfsburgar.
Marin Pongracicer fyrrum leikmaður Wolfsburgar.
Mynd: EPA
Ítalska félagið Fiorentina hefur fengið krótaíska landsliðsmanninn Marin Pongracic frá Lecce. Hann er keyptur á 15 milljónir evra.

Pongracic fæddis í Þýskalandi þann 11. september 1997 og hefur spilað fyrir Salzburg, Borussia Dortmund og Wolfsburg.

Pongracic hefur spilað tíu landsleiki fyrir Króatíu og var með liðinu á nýafstöðnu Evrópumóti.

Hann var nálægt því að ganga í raðir Rennes í Frakklandi en Fiorentina nældi í hann á síðustu stundu, eftir að félagið seldi Nikola Milenkovic til Nottingham Forest.


Athugasemdir
banner
banner