
„Fyrri hálfleikur var dapur, það vantaði allt 'passion' og alla ákefð," sagði Sveinn Þór Steingrímsson, þjálfari Magna, eftir 3-0 tap gegn Fram í Lengjudeild karla í kvöld.
Lestu um leikinn: Fram 3 - 0 Magni
„Við svöruðum ágætlega í seinni hálfleik en þetta var orðið brekka í hálfleik. En við fengum ágætis viðbrögð í seinni hálfleik."
„Við ætluðum að vera þéttir til baka og reyna að keyra á þá. Við vissum að Fram er gott fótboltalið og heldur boltanum vel, en ég var búinn að sjá hluti sem mér fannst við geta lokað á og nýtt okkur. En það er vont að vera kominn með mark í andlitið og svona, þá viljum við fara framar."
Magni er á botni deildarinnar með aðeins eitt stig eftir tíu leiki. Útlitið er ekki sérlega gott.
„Við erum að leitast eftir styrkingu til að efla okkur enn meira. Það er nóg eftir af þessu móti," sagði Sveinn en næsti leikur er gegn ÍBV sem er í öðru sæti.
„Það er alltaf gott að koma á Grenidorm, það er búin að vera bongóblíða í þeim leikjum sem við höfum spilað í sumar. Við tökum vel á móti þeim og gefum þeim hörkuleik."
Athugasemdir