Man Utd og Palace vilja Bellingham - Nathaniel Brown á blaði Arsenal, City og Real - Chelsea vill Wharton
„Vonandi að fólk sjái að maður geti spilað gegn svona leikmönnum“
Ógeðslega erfitt að horfa frá bekknum - „Fannst ég ná að stríða og djöflast í þeim“
Sverrir Ingi um baráttuna við Mateta - „Ógnarsterkur náungi“
Daníel Tristan: Það er miklu erfiðara finnst mér
Stærsta augnablikið á ferlinum til þessa - „Það voru allir trylltir"
Hákon Arnar: Verður áhugavert hvað menn segja núna
Ísak: Höfðum getað vorkennt sjálfum okkur og haldið að þetta væri búið
Elías notaði orð sem Arnar elskar - „Verður líka að kunna það"
Daníel Leó: Þú verður ekki þreyttur þegar það er þannig
Líður vel í Stockport - „Draumur frá því að maður var lítill“
„Aftur sami Eggert Aron sem að fólk þekkir“
Ólafur horfir enn á 2. sæti riðilsins - „Verðum hreinlega að fá þrjú stig“
Bergdís Sveins: Ætlum að koma geggjaðar inn í næsta tímabil
Óli Kristjáns: Vitum alveg hvernig þetta er búið að vera
Einar Guðna: Við þurfum að vinna næsta leik bara 3-2, þá er ég sáttur
Kom liðinu sínu í Meistaradeildina - „Ég er himinn lifandi, vá!”
Jóhannes Karl: Þurfum sigur á móti Víking
Sverrir Ingi: Ótrúleg niðurstaða miðað við leikmyndina
Ísak Bergmann: Það er bara óheyrt
Hákon Arnar þungur: Þetta er okkur að kenna
   fös 19. ágúst 2022 22:33
Elvar Geir Magnússon
Damir um söngvana ljótu: Ég er ekkert að spá í þessu
Damir lék með sárabindi á höfðinu.
Damir lék með sárabindi á höfðinu.
Mynd: RÚV
„Ég er bara mjög ánægður," sagði Damir Muminovic, varnarmaður Breiðabliks, eftir sigurinn gegn HK í 8-liða úrslitum Mjólkurbikarsins í kvöld.

„Það er alltaf erfitt að spila við HK inni í Kórnum og þetta var erfiður leikur. En við unnum svo ég er mjög ánægður. Það kom mér ekki á óvart að þetta hafi verið erfiður leikur, þeir ná alltaf að gíra sig upp í brjálæði á móti okkur. Það er bara flott, þetta á að vera erfitt."

Lestu um leikinn: HK 0 -  1 Breiðablik

Damir lék með sárabindi á höfðinu í seinni hálfleik en hann fékk skurð eftir samstuð við HK-ing í lok þess fyrri.

„Ég fann ekkert fyrir þessu, fann bara blóðið leka niður. Það var enginn hausverkur eða svimi. Ég er bara ferskur. Það var reyndar ekkert eðlilega pirrandi að spila með þetta (sárabindið), það var alltaf að detta af hausnum á mér," sagði Damir.

Mjög ljótir söngvar voru kyrjaðir um Damir en hann sagðist ekki hafa tekið eftir þeim.

„Fólkið hérna var að segja mér þetta. Ég veit ekki hvað ég á að segja, það er bara eins og það er. Ég er ekkert að spá í þessu."
Athugasemdir
banner