Arsenal hyggst gera annað tilboð í Kóreumanninn - Al-Hilal undirbýr tilboð í Bruno Fernandes - Tah undir smásjá Newcastle
Jón Óli: Stórkostlegar aðstæður
„Æsifréttamennska að mínu mati“ - Leikið í Grindavík á laugardag
Júlíus Mar: Eitthvað sem mig hefur dreymt um frá því ég kom til liðsins
Jökull eftir stórt tap: Við brotnum aðeins
Tobias Thomsen: Þetta var frekar klikkaður sirkus á köflum
Dóri Árna: Við þurfum ekki að mála einhvern skratta á vegg
Magnús Már: Tileinka þennan sigur Guðjóni Ármanni
Rúnar Kristins: Við vitum hvað við getum og við getum bætt okkur
Óskar vísar í Hernán Cortés: Spurði konuna hvort hún sæi einhver skip
Miklar væntingar gerðar til Víkings - „Við erum með rosalega stóran hóp“
Gylfi eftir fyrsta markið: Hentar mér kannski aðeins betur
Hrannar Snær: Erum með meira sjálfstraust í sóknarleiknum
Eiður Aron eftir sigur á ÍBV: Þetta er bara 'bisness'
Böddi glímt við veikindi: Vissi þá að ég þyrfti að klára þennan leik
Heimir Guðjóns léttur: Það gerist nú ekki á hverjum degi
Túfa: Hefðum getað gert tíu skiptingar í hálfleik
Viktor Jóns: Alltaf spurningin um að ná þessu fyrsta marki inn
„Ég hlakka til að sjá hverjir eru tilbúnir að hlaupa úr sér lungun og berjast fyrir KA."
Jón Þór: Erum 'on the road again'
Láki: Vorum alltof lengi í gang og vorum linir
   fös 19. ágúst 2022 22:33
Elvar Geir Magnússon
Damir um söngvana ljótu: Ég er ekkert að spá í þessu
Damir lék með sárabindi á höfðinu.
Damir lék með sárabindi á höfðinu.
Mynd: RÚV
„Ég er bara mjög ánægður," sagði Damir Muminovic, varnarmaður Breiðabliks, eftir sigurinn gegn HK í 8-liða úrslitum Mjólkurbikarsins í kvöld.

„Það er alltaf erfitt að spila við HK inni í Kórnum og þetta var erfiður leikur. En við unnum svo ég er mjög ánægður. Það kom mér ekki á óvart að þetta hafi verið erfiður leikur, þeir ná alltaf að gíra sig upp í brjálæði á móti okkur. Það er bara flott, þetta á að vera erfitt."

Lestu um leikinn: HK 0 -  1 Breiðablik

Damir lék með sárabindi á höfðinu í seinni hálfleik en hann fékk skurð eftir samstuð við HK-ing í lok þess fyrri.

„Ég fann ekkert fyrir þessu, fann bara blóðið leka niður. Það var enginn hausverkur eða svimi. Ég er bara ferskur. Það var reyndar ekkert eðlilega pirrandi að spila með þetta (sárabindið), það var alltaf að detta af hausnum á mér," sagði Damir.

Mjög ljótir söngvar voru kyrjaðir um Damir en hann sagðist ekki hafa tekið eftir þeim.

„Fólkið hérna var að segja mér þetta. Ég veit ekki hvað ég á að segja, það er bara eins og það er. Ég er ekkert að spá í þessu."
Athugasemdir