Bruno íhugar sína stöðu á Old Trafford - Kane ræðir við Bayern um framlengingu - Beto á blaði Juve
Atvinnumaðurinn Logi Tómasson - Þriðji hluti
Atvinnumaðurinn Logi Tómasson - Annar hluti
Atvinnumaðurinn Logi Tómasson - Fyrsti hluti
Fékk Skagaelítuna á bakið - „Eflaust brotið einhver hjörtu hefði ég ekki komið“
Tekur við eftir að leikmenn neituðu að spila fyrir félagið
Lítur fyrst og fremst á sig sem Norðmann - „Mig langar bara að vinna"
Siggi Lár: Ætla ekki ræða einhver ákvæði í samningnum núna
Valdi Keflavík fram yfir ÍBV - „Þykir rosalega vænt um fólk í Eyjum“
Gummi Magg: Sá fyrir mér öðruvísi endi með uppeldisfélaginu
Fótbolta nördinn - Fótbolti.net vs Fylkir
„Myndi ekki vilja fara aftur upp á geðheilsuna“
17 ára á toppnum í Danmörku - „Finnst ég vera á sama getustigi ef ekki betri“
Ísak Andri tók fund með meisturunum - „Skoða alla möguleika núna í janúar“
Fótbolta nördinn - Draumaliðið vs KR
Kristall Máni: Hef alltaf vitað að fótboltahæfileikarnir hverfa ekki
Jóladagatalið: Stólar fullir af hálfvitum
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
Kominn í grænt eftir eitt tímabil í Svíþjóð - „Eftir það tók ég ákvörðun um að fara annað“
Ætlaði ekki að koma heim - „Þegar ég talaði við Óskar lá þetta fyrir“
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
   fös 19. ágúst 2022 22:33
Elvar Geir Magnússon
Damir um söngvana ljótu: Ég er ekkert að spá í þessu
Damir lék með sárabindi á höfðinu.
Damir lék með sárabindi á höfðinu.
Mynd: RÚV
„Ég er bara mjög ánægður," sagði Damir Muminovic, varnarmaður Breiðabliks, eftir sigurinn gegn HK í 8-liða úrslitum Mjólkurbikarsins í kvöld.

„Það er alltaf erfitt að spila við HK inni í Kórnum og þetta var erfiður leikur. En við unnum svo ég er mjög ánægður. Það kom mér ekki á óvart að þetta hafi verið erfiður leikur, þeir ná alltaf að gíra sig upp í brjálæði á móti okkur. Það er bara flott, þetta á að vera erfitt."

Lestu um leikinn: HK 0 -  1 Breiðablik

Damir lék með sárabindi á höfðinu í seinni hálfleik en hann fékk skurð eftir samstuð við HK-ing í lok þess fyrri.

„Ég fann ekkert fyrir þessu, fann bara blóðið leka niður. Það var enginn hausverkur eða svimi. Ég er bara ferskur. Það var reyndar ekkert eðlilega pirrandi að spila með þetta (sárabindið), það var alltaf að detta af hausnum á mér," sagði Damir.

Mjög ljótir söngvar voru kyrjaðir um Damir en hann sagðist ekki hafa tekið eftir þeim.

„Fólkið hérna var að segja mér þetta. Ég veit ekki hvað ég á að segja, það er bara eins og það er. Ég er ekkert að spá í þessu."
Athugasemdir
banner
banner