Liverpool hefur áhuga á Neto - Man Utd fylgist með Inacio - Inter Miami vill fá Modric
Sterkastur í 26. umferð - Þetta var skrifað í skýin
Jökull: Að geta gefið fólkinu okkar svona sigur í síðasta heimaleik er ómetanlegt
Eggert Aron sér um föstu leikatriði Stjörnunnar: Ég tók það að mér með stolti
Sjóðheitur Andri Lucas: Þarf að fara yfir það með fjölskyldu og umboðsmanni
Arnar Gunnlaugs: Þynnka er svo léleg afsökun
Sævar Atli: Hann á eftir að fara í topp þrjú deild í Evrópu
Freysi um Gylfa: Ætla að leyfa Age að tilkynna hvort hann verði í hópnum
Kolbeinn Finns: Að hafa Freysa sem þjálfara er ótrúlega gott fyrir mig
Birkir Már: Það var enginn að pæla í því að þeir hefðu skorað
Haukur Páll um framtíðina: Ég er ekki hættur í fótbolta
Heimir Guðjóns þarf kraftaverk: Evrópa er búin fyrir okkur
Arnar Grétars vildi skora 7 til 8 mörk: Það hefði enginn sagt neitt við því
Eiður Aron: Þetta var úrslitaleikur fyrir okkur
Hallgrímur: Vantar upp á hugarfarið
Raggi Sig: Karaktersigur
Ómar Ingi segir afsökunarbeiðni dómara ekki duga
Hetjan í Úlfarsárdalnum: Draumur að spila fyrir Ragga
Hemmi Hreiðars: Þetta var upp á líf og dauða
Theodór Elmar: Vorum inn í hálfleik að hrauna yfir hvorn annan
Óskar Hrafn: Seinni hálfleikur var ekki okkur sæmandi
   fös 19. ágúst 2022 22:33
Elvar Geir Magnússon
Damir um söngvana ljótu: Ég er ekkert að spá í þessu
Damir lék með sárabindi á höfðinu.
Damir lék með sárabindi á höfðinu.
Mynd: RÚV
„Ég er bara mjög ánægður," sagði Damir Muminovic, varnarmaður Breiðabliks, eftir sigurinn gegn HK í 8-liða úrslitum Mjólkurbikarsins í kvöld.

„Það er alltaf erfitt að spila við HK inni í Kórnum og þetta var erfiður leikur. En við unnum svo ég er mjög ánægður. Það kom mér ekki á óvart að þetta hafi verið erfiður leikur, þeir ná alltaf að gíra sig upp í brjálæði á móti okkur. Það er bara flott, þetta á að vera erfitt."

Lestu um leikinn: HK 0 -  1 Breiðablik

Damir lék með sárabindi á höfðinu í seinni hálfleik en hann fékk skurð eftir samstuð við HK-ing í lok þess fyrri.

„Ég fann ekkert fyrir þessu, fann bara blóðið leka niður. Það var enginn hausverkur eða svimi. Ég er bara ferskur. Það var reyndar ekkert eðlilega pirrandi að spila með þetta (sárabindið), það var alltaf að detta af hausnum á mér," sagði Damir.

Mjög ljótir söngvar voru kyrjaðir um Damir en hann sagðist ekki hafa tekið eftir þeim.

„Fólkið hérna var að segja mér þetta. Ég veit ekki hvað ég á að segja, það er bara eins og það er. Ég er ekkert að spá í þessu."
Athugasemdir
banner
banner
banner