Gallagher, Ferguson, Osimhen, Harrison, Ratcliffe, Aguero og fleiri góðir koma við sögu í slúðri dagsins
Sædís: Þurfum að vera rólegri á boltanum og þora
Hefði frekar verið til í Valsvöllinn - „Eitthvað sem ég þarf að laga fyrir næsta leik"
Guðrún: Það voru Blikalög í rútunni á leiðinni og allir pepp
Alexandra: Er svo hógvær að ég segi að þetta sé sjálfsmark
Þrumuræða Þorvaldar gerði útslagið: Fyrst og fremst tilfinningar frá mér
Sveindís beðið lengi - „Erfitt að segja hvenær maður kæmist aftur í fótbolta"
Steini: Svona atriði sem skipta gríðarlega miklu máli
Telma: Það var kannski smá mikið að gera á köflum
Olla: Pirrandi og svekkjandi að ná ekki að nýta að vera manni fleiri
Tveir í Serbíu með 'Antonsdóttir' á bakinu - „Mjög gaman að sjá þá"
Karólína: Drulluðum á okkur í markinu og ég tek fulla ábyrgð á því
Sandra María: Eyða orkunni í það sem við getum haft áhrif á
Ingibjörg: Erum ekki að fara að vinna 9-1, það er á hreinu
Glódís Perla: Tveir virkilega góðir leikmenn í þeirra liði
Steini: Held að þetta hafi verið eitthvað unglingasvæði hjá þeim
Árni Guðna: Maður fékk tilfinninguna að það væri annað mark í þessu
Óliver Elís skoraði í dramatískum leik: Við fórum bara í eitthvað survival mode
Árni Guðna eftir sigurleik: Þurfum að sýna að við eigum erindi í þessi lið
Guðjón Máni skoraði tvö gegn Þrótti: Áttum seinni hálfleikinn
Úlfur: Höfum ekki bolmagn til að borga morðfjár í laun
   fös 19. ágúst 2022 22:33
Elvar Geir Magnússon
Damir um söngvana ljótu: Ég er ekkert að spá í þessu
Damir lék með sárabindi á höfðinu.
Damir lék með sárabindi á höfðinu.
Mynd: RÚV
„Ég er bara mjög ánægður," sagði Damir Muminovic, varnarmaður Breiðabliks, eftir sigurinn gegn HK í 8-liða úrslitum Mjólkurbikarsins í kvöld.

„Það er alltaf erfitt að spila við HK inni í Kórnum og þetta var erfiður leikur. En við unnum svo ég er mjög ánægður. Það kom mér ekki á óvart að þetta hafi verið erfiður leikur, þeir ná alltaf að gíra sig upp í brjálæði á móti okkur. Það er bara flott, þetta á að vera erfitt."

Lestu um leikinn: HK 0 -  1 Breiðablik

Damir lék með sárabindi á höfðinu í seinni hálfleik en hann fékk skurð eftir samstuð við HK-ing í lok þess fyrri.

„Ég fann ekkert fyrir þessu, fann bara blóðið leka niður. Það var enginn hausverkur eða svimi. Ég er bara ferskur. Það var reyndar ekkert eðlilega pirrandi að spila með þetta (sárabindið), það var alltaf að detta af hausnum á mér," sagði Damir.

Mjög ljótir söngvar voru kyrjaðir um Damir en hann sagðist ekki hafa tekið eftir þeim.

„Fólkið hérna var að segja mér þetta. Ég veit ekki hvað ég á að segja, það er bara eins og það er. Ég er ekkert að spá í þessu."
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner