banner
   lau 19. september 2020 15:56
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
England: Fyrsti sigur Leeds síðan 2004 kom í sjö marka leik
Langþráður úrvalsdeildarsigur hjá Leeds.
Langþráður úrvalsdeildarsigur hjá Leeds.
Mynd: Getty Images
Klich var góður hjá Leeds.
Klich var góður hjá Leeds.
Mynd: Getty Images
Leeds 4 - 3 Fulham
1-0 Helder Costa ('5 )
1-1 Aleksandar Mitrovic ('35 , víti)
2-1 Mateusz Klich ('41 , víti)
3-1 Patrick Bamford ('50 )
4-1 Helder Costa ('57 )
4-2 Harrison Reed ('62 )
4-3 Aleksandar Mitrovic ('67 )

Öðrum leik dagsins í ensku úrvalsdeildinni var rétt í þessu að ljúka. Líkt og í fyrsta leiknum voru sjö mörk skoruð í dag.

Leikið var á Elland Road þar sem heimamenn fengu Fulham í heimsókn. Helder Costa kom heimamönnum yfir með fyrsta marki Leeds á heimavelli í úrvalsdeildinni frá árinu 2004. Aleksandar Mitrovic jafnaði leikinn úr vítaspyrnu eftir að brotið var á Joey Bryan. Mateusz Klich skoraði einnig úr vítaspyrnu en það fyrir Leeds á 41. mínútu og sá til þess að heimamenn leiddu í leikhléi.

Patrick Bamford þriðja mark Leeds og Helder Costa skoraði sitt annað mark til að koma heimönnum í 4-1 á 57. mínútu. Fulham minnkaði muninn á 62. mínútu með marki frá Harrison Reed og Mitrovic skoraði sitt annað mark á 67. mínútu, staðan 4-3.


Athugasemdir
banner
banner
banner