lau 19. september 2020 23:40
Ívan Guðjón Baldursson
Myndband: Alpakkadýr stöðvaði æfingaleik á Englandi
Mynd: Wikipedia
Það var heldur furðulegt atvik sem átti sér stað í æfingaleik á norður-Englandi þegar stöðva þurfti leikinn vegna óboðins gests.

Knattspyrnuheimurinn hefur séð marga óboðna gesti stöðva leiki þar sem heimilisdýr eru oftast sökudólgarnir, að undanskildum manneskjum sem hlaupa inn á völlinn.

Í utandeildarleik Ilkley Town gegn Charlton Athletic var það alpakkadýr sem stöðvaði leik með því að hlaupa inná völlinn.

Alpakkadýr eru suðuramerísk húsdýr af úlfaldaætt og geta því orðið nokkuð stór, eins og sést hér fyrir neðan.


Athugasemdir
banner
banner
banner