mán 19. september 2022 15:28
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Ekki sé tímabært að tala um Arsenal sem efni í meistara
Gabriel Jesus og Martin Ödegaard.
Gabriel Jesus og Martin Ödegaard.
Mynd: Getty Images
Alan Shearer, markahæsti leikmaður í sögu ensku úrvalsdeildarinnar, segir að það sé ekki tímabært að tala um Arsenal sem meistarakandídata.

Arsenal hefur farið mjög vel af stað á þessari leiktíð og er liðið sem stendur á toppi deildarinnar.

Arsenal vann þægilegan 0-3 útisigur gegn Brentford í gær.

Shearer segir samt sem áður að liðið sé ekki enn tilbúið að fara alla leið og vinna titilinn.

„Það er ekki tímabært að tala um þá sem meistarakandídata, en fólk veit það vel að þetta er allt annað Arsenal lið en fyrir 13 mánuðum," segir Shearer í pistli sínum fyrir BBC.

Hann segir að Arsenal sé að taka skref fram á við og að liðið sé á góðri leið - en þeir eru ekki tilbúnir að fara alla leið, ekki enn.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner