Fimm stór félög að eltast við Semenyo - Man Utd í viðræðum um nítján ára miðjumann - Arsenal hefur áhuga á leikmanni AC Milan
Jóladagatalið: Hugleysingjar dauðans
Jóladagatalið: Eiður Smári gekk út úr viðtali
Óþægileg óvissa en gerðist svo hratt - „Þarf að byrja á að virða þetta skref"
Jóladagatalið: Dansaði að hætti Boris Lumbana
Jóladagatalið: Fituprósenta og Framsókn
Jóladagatalið: Vidic er fokking leiðinlegur
Viktor Örn: Sjóaðir í að standa upp við mótlæti
Andri Rafn: Ákveðinn léttir og mikil gleði að ná fyrsta sigrinum
Jóladagatalið: Baldur Sig og lága kvöldsólin
Höskuldur: Við Íslendingar ættum að fara kannast við þetta lið
Aron Snær: Svo hringir bara Kári Árna
Ólafur Ingi: Þá held ég að sigurinn skili sér
Jóladagatalið: Vona að þeir hafi verið á baki en ekki með hann í lúkunum
Jóladagatalið: Hvernig er að ganga í Feneyjum?
Jóladagatalið: Misskildi spurningu fréttamanns - „Setti hársprey og svona“
Jóladagatalið: Hægðir og lægðir
Jóladagatalið: Lárus Orri lét stjórnarmenn heyra það - „Vilja eignast vini upp á KA-svæði“
Jóladagatalið: Langbest að fá heyrnarlausa menn til að dæma leikinn
Jóladagatalið: Cillessen rauk úr viðtali eftir tap á Laugardalsvelli
Jóladagatalið: Gylfi lét boltum rigna yfir Jóa Berg
banner
   mán 19. september 2022 22:50
Alexandra Bía Sumarliðadóttir
Jasmín Erla: Sex stig í pottinum og við ætlum að taka þau öll
Kvenaboltinn
Jasmín Erla Ingadóttir
Jasmín Erla Ingadóttir
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Jasmín Erla Ingadóttir, leikmaður Stjörnunnar var að vonum sátt eftir 2-0 sigur á Þrótti R. í Bestu deild kvenna í kvöld.

„Ótrúlega sátt. Við vitum að Þróttur er með gífurlega sterkt lið og við ætluðum okkur bara að taka þessi þrjú stig og gerðum það. Þetta var frekar mikil barátta, jafn leikur. En ég held að við höfum fengið hættulegri færi svona heilt yfir," sagði Jasmín strax eftir leik.


Lestu um leikinn: Stjarnan 2 -  0 Þróttur R.

Stjörnukonur pressuðu hátt og komu Þrótturum oft í vandræði í fyrri hálfleiknum. Það var eiginlega ótrúlegt að þær hafi ekki skorað einhver mörk upp úr pressunni í fyrri hálfleiknum.

„Já algjörlega. Við hefðum getað nýtt færin okkar betur en stundum er þetta þannig að boltinn vill ekki inn, en hann fór tvisvar inn og við þökkum fyrir það."

Með sigrinum kemst Stjarnan tveimur stigum frá Breiðablik sem er í 2. sæti deildarinnar.

„Já ég meina, 6 stig í pottinum og við ætlum að taka þau öll. Svo bara bíða og sjá," sagði Jasmín Erla.

Viðtalið í heild má sjá í spilaranum hér fyrir ofan. Þar talar Jasmín meðal annars um baráttuna um gullskóinn og vítaspyrnuna sem hún fiskaði í leiknum.


Athugasemdir
banner
banner