Skoski kantmaðurinn Ben Doak skrifaði í dag undir langtímasamning við enska úrvalsdeildarfélagið Liverpool.
Doak, sem er 17 ára gamall, lék sinn fyrsta leik fyrir aðallið Liverpool í nóvember á síðasta ári, tveimur dögum fyrir 16 ára afmæli sitt.
Rúmum mánuði síðar kom hann við sögu í fyrsta úrvalsdeildarleiknum gegn Aston Villa og varð þar með yngsti Skotinn til að spila í deildinni.
Doak er með allra efnilegustu leikmönnum enska félagsins og hefur nú skrifað undir nýjan langtímasamning.
Á þessu tímabili hefur Doak komið við sögu í einum leik en það var í 1-1 jafnteflinu gegn Chelsea í deildinni.
Ben Doak has signed a new long-term contract with the Reds ????????
— Liverpool FC (@LFC) September 19, 2023
Athugasemdir