Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   lau 19. október 2019 11:50
Ívan Guðjón Baldursson
Zlatan: Ég myndi fylla San Paolo í hverri viku
38 ára gamall Zlatan er búinn að skora 30 mörk í 29 deildarleikjum á tímabilinu. Hann hefur unnið Serie A sex sinnum á ferlinum, tveir titlar voru þó teknir af Juventus.
38 ára gamall Zlatan er búinn að skora 30 mörk í 29 deildarleikjum á tímabilinu. Hann hefur unnið Serie A sex sinnum á ferlinum, tveir titlar voru þó teknir af Juventus.
Mynd: Getty Images
Sænski sóknarmaðurinn Zlatan Ibrahimovic ætlar að leita á ný mið í janúar og gæti hann skipt yfir í ítalska boltann. Undanfarin ár hefur hann gert það gott með L.A. Galaxy í MLS deildinni.

Samningur Zlatan rennur út í desember og því getur hann skipt um félag á frjálsri sölu þegar vetrarglugginn opnar í janúar.

„Ég er 38 ára en mér líður eins og táningi, ég finn ennþá fyrir sama sigurvilja og það skiptir öllu máli. Ég er ekki búinn að taka ákvörðun um framtíðina, ég mun skoða alla möguleikana ásamt fjölskyldunni," sagði Zlatan.

„Ef ég á að halda áfram í fótbolta þá verð ég að finna eitthvað sérstakt verkefni sem getur haldið neistanum inní mér kveiktum. Ítalía er eins og mitt annað heimli, en ef ég sný aftur þá vil ég berjast um titilinn.

„Ég vil ekki spila fyrir eitthvað lið sem treystir á mig bara útaf nafninu mínu. Ég er ekki dýr í dýragarði sem fólk borgar til að skoða. Ég get ennþá skipt sköpum."


Zlatan nefnir þrjú félög sem hann gæti spilað fyrir. Inter, Napoli og Bologna. Þó að þeir síðastnefndu séu líklegast ekki að fara að blanda sér í titilbaráttuna í ár. Sinisa Mihajlovic, góður vinur Zlatan sem er að berjast við hvítblæði, er við stjórnvölinn hjá Bologna.

„Mihajlovic er vinur og ef ég myndi fara til Bologna þá væri það bara útaf honum. Hann heyrði í mér um daginn og sagði mér að koma. Hann sagði að restin af liðinu getur séð um að hlaupa, ég þarf bara að vera frammi og setja boltann í netið.

„Ég vil þakka honum fyrir boðið en mér finnst ólíklegt að ég samþykki. Ef ég skipti um skoðun þá hringi ég strax í hann, því ég veit að ég get skorað 20 mörk á tímabili í Serie A.

„Ég naut þess að horfa á heimildarmyndina um Maradona. Ég væri til í að spila fyrir Napoli, þeir eru með geggjaða stuðningsmenn. Ég myndi fylla San Paolo (heimavöll Napoli) í hverri viku. Svo myndi ég spila undir stjórn Ancelotti, sem er goðsögn."


Zlatan segir að hann myndi íhuga að spila fyrir Inter og útilokar það að enda ferilinn hjá Malmö í heimalandinu. Hann útilokar þó ekki að leggja skóna á hilluna.
Athugasemdir
banner
banner
banner