Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   lau 19. október 2019 22:15
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Lukaku tók ekki veðmáli Zlatans - Vildi bæta fyrstu snertingu Belgans
Zlatan í baráttu við Lukaku í landsleik árið 2016.
Zlatan í baráttu við Lukaku í landsleik árið 2016.
Mynd: Getty Images
Zlatan Ibrahimovic sagði í dag frá því að hann hefði reynt á sínum tíma að gera veðmál við Romelu Lukaku þegar þeir voru samherjar hjá Manchester United.

Zlatan vildi hjálpa Lukaku með fyrstu snertingu hans og tækni yfir höfuð. Romelu Lukaku neitaði að taka þátt í veðmálinu.

„Helstu styrkleikar Lukaku er styrkur hans. Hann er alls ekki sérstakur þegar kemur að boltatækni."

„Ég reyndi að gera veðmál við hann. Hann myndi fá 50 pund fyrir hverja góða fyrstu snertingu sem hann næði. Hann spurði hvað hann fengi ef hann næði öllum snertingum góðum. Ég svaraði að hann fengi ekkert, hann yrði bara betri leikmaður."

„Hann vildi ekki taka þátt í veðmálinu, kannski var hann hræddur um að tapa..., en án alls gríns þá býr hann yfir miklu hungri til að sanna sig og ég býst við að hann verði flottur hjá Inter."
Athugasemdir
banner
banner