Ákveðinn í að fá Haaland til Barcelona - City veitir Liverpool keppni um Guehi - Everton mun ekki hlusta á tilboð í Branthwaite
   þri 19. október 2021 05:55
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Evrópudeildin í dag - Ráðstefna í Glasgow
Það er einn leikur í Evrópudeildinni í dag. Það er margt mjög óvenjulegt við hann.

Evrópudeildin er spiluð á fimmtudögum. Þriðjudagar eru Meistaradeildardagar. Leikurinn sem um ræðir er viðureign Celtic og ungverska félagsins Ferencvaros.

Leikurinn hefst kl 14:30 en ástæðan fyrir því er svo að hann sé ekki spilaður á sama tíma og Meistaradeildin.

Ástæðan fyrir því að leikurinn er í dag en ekki á fimmtudaginn er vegna þess að það er ráðstefna um loftlagsbreytingar í Glasgow og Rangers og Celtic fengu ekki leyfi frá yfirvöldum að spila heimaleik á sama deginum.
Athugasemdir
banner
banner