Tottenham og Newcastle hafa áhuga á Grealish - Newcastle bjartsýnt á að fá Guehi - Elanga í læknisskoðun
   fim 19. nóvember 2020 08:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Sjáðu hrikalegt sjálfsmark Belga - Courtois sökudólgurinn
Belgía vann í gær 4-2 sigur á Danmörku í úrslitaleik um sæti í undanúrslitum Þjóðadeildarinnar.

Romelu Lukaku skoraði tvívegis fyrir Belga og þeir Youri Tielemans og Kevin De Bruyne skoruðu sitt markið hvor.

Jonas Older Wind sá til þess að staðan var 1-1 í leikhléi en eftir tvö mörk Lukaku í seinni hálfleik komust Danir aftur inn í leikinn á 86. mínútu. Belgar voru að spila frá markverði þegar boltinn barst á Nacer Chadli.

Chadli sendi boltann til baka á Thibaut Courtois í markinu en Courtois gleymdi að taka á móti boltanum, eins og hann væri þegar farinn í það ferli að senda boltann, þegar boltinn kom til hans. Boltinn fór undir fótinn á Courtois og í netið. Á sumum stöðum er sjálfsmarkið skráð á Chadli en annars staðar á Courtois sjálfan.

Sem betur fer fyrir Courtois skoraði De Bruyne mínútu seinna og innsiglaði sigurinn.

Smelltu hér til að sjá mistökin skrautlegu.
Athugasemdir
banner
banner