Phillips, Toney, Guirassy, Vlahovic, Thuram, Mbappe og fleiri koma við sögu.
   sun 19. nóvember 2023 21:03
Brynjar Ingi Erluson
Aron Jóhannsson í Aftureldingu (Staðfest)
watermark
Mynd: Afturelding
Aron Jóhannsson er genginn til liðs við Aftureldingu í Lengjudeildinni en hann skrifaði undir tveggja ára samning í dag.

Aron, sem er 29 ára gamall, nýtti riftunarákvæði í samningi sínum við Fram, en hann lék eitt tímabil með Frömurum þar sem hann gerði sex mörk í Bestu deildinni. Áður lék hann með Haukum og Grindavík.

Hann var ekki lengi að finna sér nýtt félag en hann hefur nú samið við Aftureldingu til næstu tveggja ára.

„Tilfinningin er geggjuð. Það er mikil tilhlökkun að stíga inn á völlinn með strákunum. Liðið er búið að vera á mikilli uppleið síðastliðin ár og er með ákveðið identity sem heillar mig mjög mikið. Væntingar mínar eru að við munum spila góðan fótbolta og það er mikil tilhlökkun fyrir því,“ sagði Aron við undirskrift.

Magnús Már Einarsson, þjálfari Aftureldingar, er ánægður með að fá Aron inn í hópinn og er spenntur að sjá hann spila í treyju félagsins.

„Aron er frábær leikmaður sem við höfum lengi haft augastað á enda teljum við að hann henti vel í okkar leikstíl. Í fyrra var hann nálægt því að ganga í okkar raðir og það er fagnaðarefni að hann sé kominn til okkar núna. Aron er með tengingar í Mosfellsbæ og það verður spennandi að sjá hann spila í rauðu næsta sumar,“ sagði Magnús Már.

Afturelding var grátlega nálægt því að komast upp í Bestu deildina en liðið tapaði í úrslitum umspilsins gegn Vestra, 1-0, á Laugardalsvelli.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner