Man Utd ætlar að bjóða Calvert-Lewin samning - Al Nassr á eftir Rodrygo - Chelsea fylgist með stöðu Nwaneri
   mán 20. janúar 2020 10:12
Magnús Már Einarsson
Kepa með verstu markvörsluna í úrvalsdeildinni
Kepa Arrizabalaga, markvörður Chelsea, er með verstu prósentuna yfir varin skot hjá þeim markvörðum sem hafa spilað yfir tíu leiki í ensku úrvalsdeildinni á þessu tímabili.

Kepa varð dýrasti markvörður í heimi þegar Chelsea keypti hann frá Athletic Billbao sumarið 2018 á 71 milljón punda.

Spánverjinn hefur legið undir gagnrýni á tímabilinu og tölfræðin lítur ekki vel út fyrir Kepa en hann ver einungis 55% skota sem hann fær á sig.

Alisson, markvörður Liverpool, er á toppnum en hann ver 83% skota sem hann fær á sig.

Dean Henderson hjá Sheffield United er með næstbesta árangurinn en hann ver 75% skota. Vincente Guaita (Crystal Palace) og Kasper Schmeichel (Leicester) fylgja þar á eftir með 73% markvörslu.
Athugasemdir
banner