Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   mið 20. janúar 2021 18:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Alexandra: Tel þetta vera gott tækifæri fyrir mig
Alexandra samdi við þýska úrvalsdeildarfélagið Frankfurt.
Alexandra samdi við þýska úrvalsdeildarfélagið Frankfurt.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Það lítur allt frábærlega út," segir miðjumaðurinn Alexandra Jóhannsdóttir sem gekk í gær í raðir þýska úrvalsdeildarfélagsins Frankfurt.

Alexandra hefur skrifað undir samning sem gildir til sumarsins 2023 en Frankfurt keypti hana frá Breiðabliki. Hin tvítuga Alexandra er uppalin hjá Haukum en hún hefur spilað með Breiðabliki undanfarin þrjú ár.

Alexandra hefur skorað 28 mörk í 67 leikjum í Pepsi Max-deildinni en hún hefur einnig skorað tvö mörk í tíu leikjum með íslenska A-landsliðinu.

Frankfurt er í 6. sæti af tólf liðum í þýsku Bundelsligunni í augnablikinu en keppni hefst aftur þar í febrúar eftir vetrarfrí.

„Ég bý í íbúð með tveimur öðrum stelpum úr liðinu og þær eru búnar að vera mjög vingjarnlegar við mig."

„Ég kann vel við þýsku úrvalsdeildina, þetta er mjög sterk deild. Frankfurt er að standa sig mjög vel og hér eru góðir leikmenn. Ég tel þetta vera gott tækifæri fyrir mig. Ég vona að ég geti bætt mig sem leikmaður hérna," sagði Alexandra í samtali við vefsíðu félagsins.

Alexandra ræddi við Söru Björk Gunnarsdóttur, sem er einnig uppalin í Haukum, um þýsku úrvalsdeildina. Sara spilaði þar með Wolfsburg áður en hún samdi við Evrópumeistara Lyon á síðustu leiktíð.

Hægt er að sjá viðtalið við Alexöndru í heild sinni hérna.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner