Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   fim 20. janúar 2022 06:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Heimild: HK 
HK fær bandarískan sóknarmann (Staðfest)
Mynd: HK
HK hefur samið við Gabriella Coleman fyrir komandi átök í Lengjudeildinni. Coleman er frá bandarískur sóknarmaður og skrifar hún undir tveggja ára samning.

Gabriella er 24 ára gömul frá Texas. Hún er nýútskrifuð frá Oklahoma State háskólanum þar sem hún lék með liði skólans í háskólaboltanum.

Guðni Þór Einarsson, þjálfari HK, væntir mikils af komu hennar til félagsins:

„Gabriella er fljót, líkamlega sterk og áræðinn leikmaður og auk þess að vera mikill markaskorari þá er hún að leggja upp mörk fyrir liðsfélaga sína. Við væntum mikils af henni á komandi tímabili og mun hún styrkja okkar unga efnilega hóp mikið."

HK bjargaði sér frá falli síðasta sumar með því að vera með betri markatölu en Grótta sem féll.
Athugasemdir
banner
banner
banner