Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fös 20. janúar 2023 23:59
Brynjar Ingi Erluson
Er Milner að fá nýjan samning? - „Það gerir hann ótrúlega verðmætan"
James Milner
James Milner
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Enski miðjumaðurinn James Milner gæti fengið nýjan samning hjá Liverpool eftir þessa leiktíð en Jürgen Klopp, stjóri félagsins, ítrekaði mikilvægi hans á fréttamannafundi í dag.

Milner er 37 ára gamall og spilaði sinn 600. úrvalsdeildarleik á þessu tímabili.

Hann kom til Liverpool frá Manchester City á frjálsri sölu fyrir sjö árum og hefur reynst liðinu vel.

Margir stuðningsmenn hafa kallað eftir því að nú sé þetta komið gott og að best væri að leyfa honum að klára samninginn og yfirgefa félagið í sumar.

Klopp er ekki alveg á sömu skoðun og segir mikilvægt að hafa mann, með mikla reynslu og aðdáunarvert hugarfar í hópnum og hljómar eins og hann gæti fengið eins árs framlengingu. Þá hefur einnig verið rætt um möguleikann á að hann komi inn í þjálfarateymi liðsins.

„Við erum með önnur plön fyrir Milly, en hann vill halda áfram að spila og ég held að allir skilji það eftir að hafa séð hann spila á móti Wolves í bikarnum um daginn.

„Þetta er ekki hægt að dæma hann út frá aldrinum. Hann er 37 ára en lítur ekki út fyrir að vera það á æfingum. Hann er ótrúlega mkilvægur leikmaður og þið sáuð það í leiknum gegn Wolves.“

„Það er ekki það að hann búist við því að spila 64 leiki á tímabilinu en á 64 leikja tímabili gæti hann verið rosalega mikilvægur. Þannig er það. Hann er búinn að spila 600 úrvalsdeildarleiki og flesta fyrir Liverpool.“

„Ég er viss um að félagið eigi að nota karakterinn og hugarfarið sem hann býr yfir, því það er einstakt. Það gætu verið fleiri flottari leikmenn þarna úti en enginn með svipað hugarfar og það gerir hann ótrúlega verðmætan fyrir okkur. Þetta er ekki af því ég er alltof traustur. Þetta er bara staðreynd,“
sagði Klopp í lokin.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner