Mainoo opinn fyrir Napoli - Tekur Gerrard við Boro? - Forest vill 120 milljónir punda - Kröfur Vinicius gætu ýtt honum í burtu
Guðlaugur Victor: Megum alls ekki halda að þetta verður auðvelt
Agla María: Höfum tækifæri til þess að skrifa söguna hjá Breiðabliki
Nik: Viljum góðan leik, góða mætingu og úrslit sem setja okkur í góða stöðu fyrir seinni leikinn
Davíð Smári: Hrós fyrir mig og félagið að Eiður vilji taka þátt í þessu verkefni
Vildi vinna áfram með Davíð - „Ekkert heillaði mig jafn mikið"
Sjáðu það helsta úr spænska: Þrenna Lewandowski bjargaði Barcelona
Sjáðu það helsta úr ítalska: Albert skoraði og De Gea með furðulega tilburði
Sverrir Ingi lærir af Rafa Benítez: Maður spilar ekki endalaust
Andri Lucas: Við erum að verða mjög gott lið
Alli Jói: Ég lít á þetta sem skref upp á við
Jói Berg var ekki sáttur með ákvörðun Arnars: Gríðarlega svekkjandi
Davíð Snorri: Kjarninn góður en þó öflugir leikmenn utan hópsins
Lárus Orri hæstánægður: Hann er ekkert að koma heim til þess að slaka á
Davíð Smári: Markmiðið var að vera í efstu deild
Arnar: Þarf lítið til svo allt fari til fjandans
„Stórt að einn besti hafsent deildarinnar velji að spila fyrir okkur"
Auðveld ákvörðun að velja Grindavík/Njarðvík - „Væri til í að byrja á morgun"
Hlín Eiríks: Kíktum í balletkennslu í gær í staðinn fyrir æfingu
Steini: Hún er bara orðin gömul og þreytt
Thelma Karen: Gærdagurinn eitt mesta bull sem ég hef lent í á ævinni
   mán 20. janúar 2025 16:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Viðtal
Kári Árna: Týndu synirnir eru komnir aftur heim
Kári Árnason, yfirmaður fótboltamála hjá Víkingi.
Kári Árnason, yfirmaður fótboltamála hjá Víkingi.
Mynd: Fótbolti.net - Jónína Guðjörg Guðbjartsdóttir
Við undirskrift í dag.
Við undirskrift í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Jónína Guðjörg Guðbjartsdóttir
Það var kafli skrifaður í sögu Víkings í dag. Arnar Gunnlaugsson er tekinn við sem landsliðsþjálfari og Sölvi Geir Ottesen tekur við liðinu af honum. Er Sölva ætlað að halda áfram þeirri velgengni sem hefur verið í Víkinni síðustu árin.

„Þessar breytingar leggjast mjög vel í mig. Auðvitað er söknuður af Arnari. Hann er búinn að vinna frábært starf fyrir Víking. En það er bara eins og það er. Hann er orðinn landsliðsþjálfari og maður getur þá haldið meira með landsliðinu ef það er hægt. Við erum hins vegar gríðarlega spenntir fyrir framhaldinu með Sölva, Viktor og Aron í brúnni," segir Kári við Fótbolta.net.

„Þetta eru svona týndu synirnir sem eru komnir heim aftur og eru að stjórna mjög spennandi leikmannahóp. Ég er mjög bjartsýnn og það eru allir í kringum félagið mjög ánægðir með þetta," segir Kári en allir í teyminu eru uppaldir Víkingar og þekkja félagið inn og út. Kári og Viktor Bjarki eru gamlir liðsfélagar í Víkingi sem hafa upplifað margt í fótboltanum.

Það var líklega verst geymda leyndarmálið í fótboltanum á Íslandi að Sölvi myndi taka við af Arnari þegar að því kæmi.

„Við vorum ekkert að fara leynt með það. Ég var ekkert að ljúga þegar ég sagði að planið væri að Sölvi myndi taka við þegar Arnar hyrfi á braut," segir Kári.

Kári segir að það hafi verið rætt mjög opinskátt á milli manna þegar landsliðsþjálfarastarfið varð laust.

„Það var rætt opinskátt um það hvort hann hefði áhuga á þessu. Það var komið mikið af kjaftasögum af stað í nóvember held ég. Við spurðum hann bara hvort hann hefði áhuga á þessu og hann hafði það. Þá var alveg ljóst að ef Arnar væri númer eitt hjá KSÍ, þá værum við að fara að klára það. Þeir borguðu uppsett verð og það voru allir ánægðir."

Sölvi hefur lengi verið í skóla hjá Arnari og Kári hefur mikla trú á sínum gamla liðsfélaga.

„Ég hef mikla trú á Sölva í öllu því sem hann tekur sér fyrir hendur. Ég hvatti hann eins og ég gat að taka að sér þetta aðstoðarþjálfarastarf og svo myndi framtíðin bera það í skauti sér að hann myni taka við. Hann er sigurvegari fram í fingurgóma og það er æðislegur eiginleiki. Hann gerir það sem til þarf til að vinna. Ég er mjög spenntur fyrir framhaldinu með þetta teymi. Við gátum ekki sett upp betra teymi," segir Kári.

Allt viðtalið við Kára má sjá í spilaranum hér fyrir ofan.
Athugasemdir
banner
banner