Risatilboði Chelsea hafnað - Tekur Nuno við West Ham? - Tveir á blaði United - Ungur miðvörður til Arsenal?
Magnús Már: Það er gjörsamlega óásættanlegt
Viktor Jóns: Tók eftir því strax í vetur hvað býr í þessum gæja
Damir: Það er enginn skjálfti
Láki: Þetta réðst ekki hér
Lárus Orri kjarnyrtur „Berjast fyrir þessu og fara í svolítið fuck you mode"
Dóri Árna: Það er alveg rétt að stigasöfnun hefur verið rýr í síðustu deildarleikjum
Breki Baxter: FH leikurinn situr núna í okkur
Gummi Kristjáns léttur: Er að spila alltof aftarlega á vellinum
Túfa hefur ekki áhyggjur - „Alvöru menn taka mótlætið á kassann“
„Ekkert að rífa okkur upp til skýja fyrir að vinna Val hérna“
Valdimar Þór: Þurftum ekkert að elta þá út um allt
Sölvi eftir stórsigur á Meistaravöllum: Líst mjög vel á þetta gras hér í KR
Óskar Hrafn hugar að breytingum: Egó þjálfarans getur ekki verið að þvælast fyrir árangri liðsins
Davíð Smári: Ósáttur með að við skulum gleyma fyrir hvað við stöndum
Bjarni Guðjón: Það er gaman að vera Þórsari í dag
„Fullyrði að ekki nokkur leikmaður hefur bætt sig jafn mikið eftir þrítugt"
Rúnar: Þá tekur þú ekki besta leikmanninn í liðinu útaf
Hallgrímur Mar: Getum engum öðrum en sjálfum okkur um kennt
Heimir: Þeir voru að svæfa leikinn og komust upp með það
Jón Daði: Þarf að komast í burtu frá fótbolta og hreinsa hugan
   mán 20. janúar 2025 16:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Viðtal
Kári Árna: Týndu synirnir eru komnir aftur heim
Kári Árnason, yfirmaður fótboltamála hjá Víkingi.
Kári Árnason, yfirmaður fótboltamála hjá Víkingi.
Mynd: Fótbolti.net - Jónína Guðjörg Guðbjartsdóttir
Við undirskrift í dag.
Við undirskrift í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Jónína Guðjörg Guðbjartsdóttir
Það var kafli skrifaður í sögu Víkings í dag. Arnar Gunnlaugsson er tekinn við sem landsliðsþjálfari og Sölvi Geir Ottesen tekur við liðinu af honum. Er Sölva ætlað að halda áfram þeirri velgengni sem hefur verið í Víkinni síðustu árin.

„Þessar breytingar leggjast mjög vel í mig. Auðvitað er söknuður af Arnari. Hann er búinn að vinna frábært starf fyrir Víking. En það er bara eins og það er. Hann er orðinn landsliðsþjálfari og maður getur þá haldið meira með landsliðinu ef það er hægt. Við erum hins vegar gríðarlega spenntir fyrir framhaldinu með Sölva, Viktor og Aron í brúnni," segir Kári við Fótbolta.net.

„Þetta eru svona týndu synirnir sem eru komnir heim aftur og eru að stjórna mjög spennandi leikmannahóp. Ég er mjög bjartsýnn og það eru allir í kringum félagið mjög ánægðir með þetta," segir Kári en allir í teyminu eru uppaldir Víkingar og þekkja félagið inn og út. Kári og Viktor Bjarki eru gamlir liðsfélagar í Víkingi sem hafa upplifað margt í fótboltanum.

Það var líklega verst geymda leyndarmálið í fótboltanum á Íslandi að Sölvi myndi taka við af Arnari þegar að því kæmi.

„Við vorum ekkert að fara leynt með það. Ég var ekkert að ljúga þegar ég sagði að planið væri að Sölvi myndi taka við þegar Arnar hyrfi á braut," segir Kári.

Kári segir að það hafi verið rætt mjög opinskátt á milli manna þegar landsliðsþjálfarastarfið varð laust.

„Það var rætt opinskátt um það hvort hann hefði áhuga á þessu. Það var komið mikið af kjaftasögum af stað í nóvember held ég. Við spurðum hann bara hvort hann hefði áhuga á þessu og hann hafði það. Þá var alveg ljóst að ef Arnar væri númer eitt hjá KSÍ, þá værum við að fara að klára það. Þeir borguðu uppsett verð og það voru allir ánægðir."

Sölvi hefur lengi verið í skóla hjá Arnari og Kári hefur mikla trú á sínum gamla liðsfélaga.

„Ég hef mikla trú á Sölva í öllu því sem hann tekur sér fyrir hendur. Ég hvatti hann eins og ég gat að taka að sér þetta aðstoðarþjálfarastarf og svo myndi framtíðin bera það í skauti sér að hann myni taka við. Hann er sigurvegari fram í fingurgóma og það er æðislegur eiginleiki. Hann gerir það sem til þarf til að vinna. Ég er mjög spenntur fyrir framhaldinu með þetta teymi. Við gátum ekki sett upp betra teymi," segir Kári.

Allt viðtalið við Kára má sjá í spilaranum hér fyrir ofan.
Athugasemdir
banner