Manchester City hefur áhuga á Douglas Luiz - Neymar er á leið heim í Santos - Chelsea er með 40 milljóna punda verðmiða á Trevoh Chalobah.
Kári Árna: Týndu synirnir eru komnir aftur heim
Viktor Bjarki aðstoðar Sölva: Verið draumur mjög lengi
Sölvi fengið góðan skóla og stígur nú í stóra skó - „Búinn að heilaþvo mann síðustu sex árin"
Endurnýjar kynnin við Arnar - „Vona að hann hafi lært eitthvað"
Arnar í draumastarfið: Ótrúlega ljúft en að sama skapi smá sorg
Eyþór með skýr markmið í nýju liði - „Þetta er bara mín vinna"
Atli Þór í skýjunum: Víkingur var eina liðið sem ég hafði auga á
Alex er kominn heim: Mig langaði að fara í bláu treyjuna aftur
Benoný stýrði víkingaklappinu með stuðningsmönnum eftir fyrsta leikinn sinn
Stígur út úr þægindarrammanum og fer norður - „Nú fer ég og kíki í mat til hennar"
Hákon segir allt risastórt hjá Lille - „Vinur minn vill að ég taki Nunez treyjuna"
Glódís Perla: Ótrúlega dýrmætt og mun aldrei gleyma því
Kominn heim eftir dvöl í Portúgal og á Ítalíu - „Er enn með stóra drauma"
Ekki erfitt að segja tengdapabba frá ákvörðuninni - „Tími til þess að breyta til"
Frétti á Instagram að hann yrði ekki áfram í Kanada - „Eins og er, þá er það ekki planið"
Sjáðu mörkin úr leik Fram og KR
Valdimar Þór: Smá einbeitingarleysi sem er stórhættulegt í þessari keppni
Glímir við sama vandamál og Guardiola - „Hvenær endar lærdómurinn?"
Ari Sigurpáls: Heiður að þeir hafi áhuga
Sjáðu mörkin úr Bose mótinu um helgina - Eiður byrjaði vel hjá KR
   mán 20. janúar 2025 16:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Viðtal
Kári Árna: Týndu synirnir eru komnir aftur heim
Kári Árnason, yfirmaður fótboltamála hjá Víkingi.
Kári Árnason, yfirmaður fótboltamála hjá Víkingi.
Mynd: Fótbolti.net - Jónína Guðjörg Guðbjartsdóttir
Við undirskrift í dag.
Við undirskrift í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Jónína Guðjörg Guðbjartsdóttir
Það var kafli skrifaður í sögu Víkings í dag. Arnar Gunnlaugsson er tekinn við sem landsliðsþjálfari og Sölvi Geir Ottesen tekur við liðinu af honum. Er Sölva ætlað að halda áfram þeirri velgengni sem hefur verið í Víkinni síðustu árin.

„Þessar breytingar leggjast mjög vel í mig. Auðvitað er söknuður af Arnari. Hann er búinn að vinna frábært starf fyrir Víking. En það er bara eins og það er. Hann er orðinn landsliðsþjálfari og maður getur þá haldið meira með landsliðinu ef það er hægt. Við erum hins vegar gríðarlega spenntir fyrir framhaldinu með Sölva, Viktor og Aron í brúnni," segir Kári við Fótbolta.net.

„Þetta eru svona týndu synirnir sem eru komnir heim aftur og eru að stjórna mjög spennandi leikmannahóp. Ég er mjög bjartsýnn og það eru allir í kringum félagið mjög ánægðir með þetta," segir Kári en allir í teyminu eru uppaldir Víkingar og þekkja félagið inn og út. Kári og Viktor Bjarki eru gamlir liðsfélagar í Víkingi sem hafa upplifað margt í fótboltanum.

Það var líklega verst geymda leyndarmálið í fótboltanum á Íslandi að Sölvi myndi taka við af Arnari þegar að því kæmi.

„Við vorum ekkert að fara leynt með það. Ég var ekkert að ljúga þegar ég sagði að planið væri að Sölvi myndi taka við þegar Arnar hyrfi á braut," segir Kári.

Kári segir að það hafi verið rætt mjög opinskátt á milli manna þegar landsliðsþjálfarastarfið varð laust.

„Það var rætt opinskátt um það hvort hann hefði áhuga á þessu. Það var komið mikið af kjaftasögum af stað í nóvember held ég. Við spurðum hann bara hvort hann hefði áhuga á þessu og hann hafði það. Þá var alveg ljóst að ef Arnar væri númer eitt hjá KSÍ, þá værum við að fara að klára það. Þeir borguðu uppsett verð og það voru allir ánægðir."

Sölvi hefur lengi verið í skóla hjá Arnari og Kári hefur mikla trú á sínum gamla liðsfélaga.

„Ég hef mikla trú á Sölva í öllu því sem hann tekur sér fyrir hendur. Ég hvatti hann eins og ég gat að taka að sér þetta aðstoðarþjálfarastarf og svo myndi framtíðin bera það í skauti sér að hann myni taka við. Hann er sigurvegari fram í fingurgóma og það er æðislegur eiginleiki. Hann gerir það sem til þarf til að vinna. Ég er mjög spenntur fyrir framhaldinu með þetta teymi. Við gátum ekki sett upp betra teymi," segir Kári.

Allt viðtalið við Kára má sjá í spilaranum hér fyrir ofan.
Athugasemdir
banner
banner