Dortmund með risaverðmiða á Gittens - Greenwood til PSG - Bayern hætt við að fá Tah - Launakröfur Osimhen trufla
„Rosalega erfitt að kveðja hann“
„Vona að Kári Árna taki ekki upp á þessu“
Danijel Djuric: Kvikmynd sem var ógeðslega gaman að leika í
„Ég þurfti að fylgja hjartanu og það leitaði heim"
Ekki stoppistöð Víkinga - „Ætlum að skrifa söguna ennþá meira"
Sölvi: Hjartað sem þeir sýndu allan leikinn og slökktu aldrei á sér
Matti Villa: Þurfum að kalla hann 'scoring machine' og hann mun elska það
Davíð Atla um fyrsta Evrópumarkið: Fáránlegt þegar ég heyri þig segja þetta
Sverrir Ingi: Vissi þetta fyrirfram því ég þekki íslensku geðveikina og hugarfarið
Helgi Guðjóns eftir sögulegan sigur: Ætlaði ekki að trúa þessu
Sjáðu myndbandið sem Víkingar horfðu á í klefanum
Ekki alveg partur af handriti Hauks - „Töldum þetta best fyrir minn feril"
Formaðurinn spenntur: Risastór stund í íslenskum íþróttum
Björn Bjartmarz bjartsýnn: Besta ráðning félagsins
Danijel Djuric: Hann er með öðruvísi DNA
Sölvi daginn fyrir leikinn stóra: Þurfum á hlaupurum að halda
Anton Logi: Ég vildi bara fara burt og koma heim
Ari segir Víking ráða: Ég er ekkert ódýr
„Þetta er það eina sem við höfum hugsað um“
„Innst inni held ég að allir hafi skilning fyrir þessu“
   mán 20. janúar 2025 15:40
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Viðtal
Viktor Bjarki aðstoðar Sölva: Verið draumur mjög lengi
Viktor Bjarki Arnarsson.
Viktor Bjarki Arnarsson.
Mynd: Fótbolti.net - Jónína Guðjörg Guðbjartsdóttir
„Þetta er ótrúlega spennandi og rosalega mikill heiður fyrir mig sem uppalinn Víking," segir Viktor Bjarki Arnarsson, nýr aðstoðarþjálfari Víkings, í samtali við Fótbolta.net.

Það var tilkynnt í dag að Viktor Bjarki verði Sölva Geir Ottesen, nýjum aðalþjálfara Víkinga, til halds og traust. Hann skrifaði undir þriggja ára samning ásamt Sölva og þjálfa þeir meistaraflokkinn saman ásamt Aroni Baldvini Þórðarsyni.

„Ég hlakka rosa mikið til verkefnisins. Þetta hefur verið draumur mjög lengi og nú er loksins að verða af því."

Viktor var virkilega öflugur leikmaður á sínum tíma en síðustu árin hefur hann starfað við þjálfun. Hann var aðstoðarþjálfari hjá HK og yfirþjálfari hjá KR, en upp á síðkastið hefur hann starfað sem yfirþjálfari yngri flokka hjá Víkingi.

„Það er stórt skarð sem Arnar skilur eftir sig en ég held að við séum rétta teymið til að brúa það bil. Þetta verður ótrúlega spennandi og við ætlum að gera betur en í fyrra."

Viktor þekkir Sölva vel en þeir spiluðu á sínum tíma saman með Víkingum.

„Við ólumst upp saman, hann er einu ári yngri. Við þekkjumst vel og það verður ótrúlega gaman á skrifstofunni. Sölvi er efnilegur þjálfari. Þetta verður krefjandi verkefni en við getum stutt hann og hjálpað honum," segir Viktor.

Allt viðtalið má sjá í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner