De Bruyne og Grealish til Napoli? - Rodrygo og Frimpong til Liverpool - Al Hilal vill tvo frá Liverpool - Tveir orðaðir frá Newcastle
Katie Cousins: Höfum það sem til þarf
Anna Rakel: United bara, tek því
„Hefði getað sent en mig langaði svo rosalega mikið að skora"
Berglindi skemmt þegar henni var bent á áhugaverða staðreynd
Jón Óli: Stórkostlegar aðstæður
„Æsifréttamennska að mínu mati“ - Leikið í Grindavík á laugardag
Júlíus Mar: Eitthvað sem mig hefur dreymt um frá því ég kom til liðsins
Jökull eftir stórt tap: Við brotnum aðeins
Tobias Thomsen: Þetta var frekar klikkaður sirkus á köflum
Dóri Árna: Við þurfum ekki að mála einhvern skratta á vegg
Magnús Már: Tileinka þennan sigur Guðjóni Ármanni
Rúnar Kristins: Við vitum hvað við getum og við getum bætt okkur
Óskar vísar í Hernán Cortés: Spurði konuna hvort hún sæi einhver skip
Miklar væntingar gerðar til Víkings - „Við erum með rosalega stóran hóp“
Gylfi eftir fyrsta markið: Hentar mér kannski aðeins betur
Hrannar Snær: Erum með meira sjálfstraust í sóknarleiknum
Eiður Aron eftir sigur á ÍBV: Þetta er bara 'bisness'
Böddi glímt við veikindi: Vissi þá að ég þyrfti að klára þennan leik
Heimir Guðjóns léttur: Það gerist nú ekki á hverjum degi
Túfa: Hefðum getað gert tíu skiptingar í hálfleik
   mán 20. janúar 2025 15:40
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Viðtal
Viktor Bjarki aðstoðar Sölva: Verið draumur mjög lengi
Viktor Bjarki Arnarsson.
Viktor Bjarki Arnarsson.
Mynd: Fótbolti.net - Jónína Guðjörg Guðbjartsdóttir
„Þetta er ótrúlega spennandi og rosalega mikill heiður fyrir mig sem uppalinn Víking," segir Viktor Bjarki Arnarsson, nýr aðstoðarþjálfari Víkings, í samtali við Fótbolta.net.

Það var tilkynnt í dag að Viktor Bjarki verði Sölva Geir Ottesen, nýjum aðalþjálfara Víkinga, til halds og traust. Hann skrifaði undir þriggja ára samning ásamt Sölva og þjálfa þeir meistaraflokkinn saman ásamt Aroni Baldvini Þórðarsyni.

„Ég hlakka rosa mikið til verkefnisins. Þetta hefur verið draumur mjög lengi og nú er loksins að verða af því."

Viktor var virkilega öflugur leikmaður á sínum tíma en síðustu árin hefur hann starfað við þjálfun. Hann var aðstoðarþjálfari hjá HK og yfirþjálfari hjá KR, en upp á síðkastið hefur hann starfað sem yfirþjálfari yngri flokka hjá Víkingi.

„Það er stórt skarð sem Arnar skilur eftir sig en ég held að við séum rétta teymið til að brúa það bil. Þetta verður ótrúlega spennandi og við ætlum að gera betur en í fyrra."

Viktor þekkir Sölva vel en þeir spiluðu á sínum tíma saman með Víkingum.

„Við ólumst upp saman, hann er einu ári yngri. Við þekkjumst vel og það verður ótrúlega gaman á skrifstofunni. Sölvi er efnilegur þjálfari. Þetta verður krefjandi verkefni en við getum stutt hann og hjálpað honum," segir Viktor.

Allt viðtalið má sjá í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir
banner