Sádar búast við því að Salah fari frá Liverpool í sumar - Vicario á blaði hjá Inter - Palace hefur rætt við Úlfana um Strand Larsen
Atvinnumaðurinn Logi Tómasson - Þriðji hluti
Atvinnumaðurinn Logi Tómasson - Annar hluti
Atvinnumaðurinn Logi Tómasson - Fyrsti hluti
Fékk Skagaelítuna á bakið - „Eflaust brotið einhver hjörtu hefði ég ekki komið“
Tekur við eftir að leikmenn neituðu að spila fyrir félagið
Lítur fyrst og fremst á sig sem Norðmann - „Mig langar bara að vinna"
Siggi Lár: Ætla ekki ræða einhver ákvæði í samningnum núna
Valdi Keflavík fram yfir ÍBV - „Þykir rosalega vænt um fólk í Eyjum“
Gummi Magg: Sá fyrir mér öðruvísi endi með uppeldisfélaginu
Fótbolta nördinn - Fótbolti.net vs Fylkir
„Myndi ekki vilja fara aftur upp á geðheilsuna“
17 ára á toppnum í Danmörku - „Finnst ég vera á sama getustigi ef ekki betri“
Ísak Andri tók fund með meisturunum - „Skoða alla möguleika núna í janúar“
Fótbolta nördinn - Draumaliðið vs KR
Kristall Máni: Hef alltaf vitað að fótboltahæfileikarnir hverfa ekki
Jóladagatalið: Stólar fullir af hálfvitum
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
Kominn í grænt eftir eitt tímabil í Svíþjóð - „Eftir það tók ég ákvörðun um að fara annað“
Ætlaði ekki að koma heim - „Þegar ég talaði við Óskar lá þetta fyrir“
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
   mán 20. janúar 2025 15:40
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Viðtal
Viktor Bjarki aðstoðar Sölva: Verið draumur mjög lengi
Viktor Bjarki Arnarsson.
Viktor Bjarki Arnarsson.
Mynd: Fótbolti.net - Jónína Guðjörg Guðbjartsdóttir
„Þetta er ótrúlega spennandi og rosalega mikill heiður fyrir mig sem uppalinn Víking," segir Viktor Bjarki Arnarsson, nýr aðstoðarþjálfari Víkings, í samtali við Fótbolta.net.

Það var tilkynnt í dag að Viktor Bjarki verði Sölva Geir Ottesen, nýjum aðalþjálfara Víkinga, til halds og traust. Hann skrifaði undir þriggja ára samning ásamt Sölva og þjálfa þeir meistaraflokkinn saman ásamt Aroni Baldvini Þórðarsyni.

„Ég hlakka rosa mikið til verkefnisins. Þetta hefur verið draumur mjög lengi og nú er loksins að verða af því."

Viktor var virkilega öflugur leikmaður á sínum tíma en síðustu árin hefur hann starfað við þjálfun. Hann var aðstoðarþjálfari hjá HK og yfirþjálfari hjá KR, en upp á síðkastið hefur hann starfað sem yfirþjálfari yngri flokka hjá Víkingi.

„Það er stórt skarð sem Arnar skilur eftir sig en ég held að við séum rétta teymið til að brúa það bil. Þetta verður ótrúlega spennandi og við ætlum að gera betur en í fyrra."

Viktor þekkir Sölva vel en þeir spiluðu á sínum tíma saman með Víkingum.

„Við ólumst upp saman, hann er einu ári yngri. Við þekkjumst vel og það verður ótrúlega gaman á skrifstofunni. Sölvi er efnilegur þjálfari. Þetta verður krefjandi verkefni en við getum stutt hann og hjálpað honum," segir Viktor.

Allt viðtalið má sjá í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner