Spænski fjölmiðillinn Ondo Cero segir að Carlo Ancelotti sé búinn að taka ákvörðun um að hætta með Real Madrid eftir yfirstandandi tímabil.
Þetta er þrátt fyrir að núgildandi samningur hans renni út 2026.
Þetta er þrátt fyrir að núgildandi samningur hans renni út 2026.
Hinn 65 ára gamli Ancelotti er líklega besti stjóri í sögu Real Madrid en hann stýrði liðinu til sigurs í Meistaradeildinni á síðasta tímabili.
Ancelotti hefur alls unnið 15 titla sem stjóri Madrídarstórveldisins.
Ef satt reynist, þá er líklegast að Xabi Alonso muni taka við Real Madrid af Ancelotti.
Athugasemdir