Manchester City hefur áhuga á Douglas Luiz - Neymar er á leið heim í Santos - Chelsea er með 40 milljóna punda verðmiða á Trevoh Chalobah.
   mán 20. janúar 2025 23:38
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Spánn: Villarreal skoraði fjögur mörk á átta mínútum
Yeremi Pino
Yeremi Pino
Mynd: EPA
Villarreal 4 - 0 Mallorca
1-0 Logan Costa ('20 )
2-0 Alex Baena ('24 )
3-0 Dani Parejo ('26 )
4-0 Yeremi Pino ('28 )

Villarreal vann frábæran sigur á Mallorca í spænsku deildinni í kvöld.

Staðan var jöfn allt fram á 20. mínútu en þá komust leikmenn Villarreal í ham. Logan Costa skoraði fyrsta markið á 20. mínútu og það fylgdu þrjú mörk í kjölfarið.

Yeremi Pino innsiglaði 4-0 sigur með marki á 28. mínútu.

Villarreal er í 5. sæti með 33 stig eftir sigurinn en Mallorca er aðeins þremur stigum á eftir í 6. sæti.

Athugasemdir
banner
banner
banner
banner