Chelsea verðmetur Jackson á 100 milljónir punda - Rashford efstur á óskalista Barcelona - Sancho til Juventus?
   lau 20. febrúar 2021 20:08
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
„Við vorum betra liðið heilt yfir"
„Þessi leikur (grannaslagur gegn Everton) skiptir miklu máli og þetta tap er því sérstaklega sársaukafullt," sagði miðjumaðurinn Georginio Wijnaldum eftir tap Liverpool gegn Everton í ensku úrvalsdeildinni í kvöld.

Þetta var fyrsta tap Liverpool gegn Everton í keppnisleik frá 2010 og fyrsta tapið á Anfield frá 1999.

„Í fyrsta markinu þá reyndum við að halda boltanum í staðinn fyrir að negla honum bara í burtu. Þú átt að taka minni áhættur á fyrstu mínútum leiksins. Þeir fundu sendingu í gegnum vörnina og skoruðu. Við vorum betra liðið í leiknum heilt yfir."

„Það hefur haft mikil áhrif á okkur að missa leikmenn í gegnum tímabilið. Við getum ekki verið fórnarlömb, við verðum að takast á við stöðuna og ekki vorkenna sjálfum okkur. Við verðum að halda áfram alveg til loka tímabilsins."

„Að vinna leiki í ensku úrvalsdeildinni er alltaf erfitt og meiðslin gera það ekki auðveldara. Við erum enn með hóp sem getur breytt stöðunni og við verðum að leggja mikið á okkur til þess að gera það," sagði Hollendingurinn en Liverpool er í sjötta sæti deildarinnar með 40 stig eftir 25 leiki.
Athugasemdir
banner
banner
banner