Watkins orðaður við United - Bayern sýnir Díaz áhuga - Arsenal hefur rætt við Eze
   þri 20. febrúar 2024 10:17
Hafliði Breiðfjörð
Andreas Brehme er látinn
Knattspyrnusamband Evrópu, UEFA, tilkynnti í morgun að Þjóðverjinn Andreas Brehme sé látinn. Hann fékk hjartaáfall í gærkvöldi.

Brehme var þýskur landsliðsmaður sem skoraði sigurmarkið í úrslitaleiknum á Heimsmeistaramótinu 1990 fyrir Þjóðverja. Hann vann einnig UEFA Cup með Inter ári síðar.

Brehme var 63 ára gamall. Hann lék lengst af með Kaiserslautern en fór þaðan til Bayern Munchen áður en hann gekk til liðs við Inter Milan og Zaragoza. Hann lauk svo ferlinum með Kaiserslautern árið 1998.

Hann skoraði 8 mörk í 86 landsleikjum fyrir Þýskaland. en að ferlinum loknum þjálfaði hann Kaiserslautern og Underhacking og var síðast aðstoðarþjálfari hjá Stuttgart árið 2006 þegar Giovanni Trapattoni þjálfaði liðið.

Athugasemdir
banner