Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   mán 20. mars 2023 07:00
Elvar Geir Magnússon
„Getur hjálpað ótrúlega mikið þó hann sé í banni“
Icelandair
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Landsliðsfyrirliðinn Aron Einar Gunnarsson verður í leikbanni þegar Ísland hefur leik í undankeppni EM með útileik gegn Bosníu/Hersegóvínu næsta fimmtudagskvöld.

Þrátt fyrir að taka út bann er Aron Einar í hópnum enda leikur gegn Liechtenstein næsta sunnudag. Hann mun vera með liðinu í undirbúningnum og fer með til Bosníu, þar sem hann þarf þó að vera í stúkunni.

„Hann verður með alveg frá því að við komum saman. Hann verður með okkur í Þýskalandi fyrst og verður svo með okkur í öllu verkefninu," segir Jóhannes Karl Guðjónsson, aðstoðarlandsliðsþjálfari.

„Við fundum það um leið og hann kom inn hvað hann er mikilvægur fyrir hópinn, hvað allir bera mikla virðingu fyrir honum. Það er ekki að ástæðalausu. Ég hef þekkt Aron frá því hann var ungur og hann hefur alltaf leitt með góðu fordæmi."

„Aron er frábær karakter og frábær leiðtogi inn í þetta lið. Við lögðum mikið upp úr því að hann kæmi inn í þetta frá byrjun verkefnisins. Hann getur hjálpað alveg ótrúlega mikið þó hann sé í banni í fyrri leiknum, hann getur miðlað mikið og hjálpað okkur að undirbúa hina leikmennina. Hann mun leggja sitt af mörkum í að reyna að ná í úrslitin sem við viljum ná í Bosníu."

Sjá einnig:
Arnar búinn að ákveða fyrirliðann gegn Bosníu
Útvarpsþátturinn - Albertsmálið, hópurinn og KA
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner