Zubimendi til Real frekar en Arsenal? - Bundesliga leikmenn á blaði Man Utd - Alvarez ekki til sölu
banner
   fim 20. mars 2025 20:19
Brynjar Ingi Erluson
Sjáðu Orra jafna metin eftir frábæra sendingu Ísaks
Icelandair
Orri Steinn fagnar fyrsta marki sínu sem fyrirliði Íslands
Orri Steinn fagnar fyrsta marki sínu sem fyrirliði Íslands
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Orri Steinn Óskarsson, nýr fyrirliði Íslands, var rétt í þessu að jafna metin gegn Kósóvó ytra en það gerði hann listavel eftir frábæra sendingu frá Ísaki Bergmann Jóhannessyni.

Lestu um leikinn: Kósovó 2 -  1 Ísland

Íslenska liðið lenti undir eftir tæpar tuttugu mínútur. Kósóvó fékk aukaspyrnu sem datt síðan fyrir Lumbardh Dellova rétt fyrir utan teiginn.

Hann setti boltann hnitmiðað neðst í vinstra hornið en Ísland svaraði um hæl.

Ísak Bergmann þræddi boltann í gegnum vörn Kósóvó og á Orra sem var aleinn gegn Arijanet Muric, markverði heimamanna. Hann kom sér framhjá Muric og klíndi síðan boltanum efst upp í fjærhornið eins og sönnum fyrirliða sæmir.

Sigurvegarinn í rimmunni spilar í B-deild næstu Þjóðadeildar.

Bæði mörk leiksins má sjá hér fyrir neðan.




Athugasemdir
banner
banner
banner
banner