
Orri Steinn Óskarsson, nýr fyrirliði Íslands, var rétt í þessu að jafna metin gegn Kósóvó ytra en það gerði hann listavel eftir frábæra sendingu frá Ísaki Bergmann Jóhannessyni.
Lestu um leikinn: Kósovó 2 - 1 Ísland
Íslenska liðið lenti undir eftir tæpar tuttugu mínútur. Kósóvó fékk aukaspyrnu sem datt síðan fyrir Lumbardh Dellova rétt fyrir utan teiginn.
Hann setti boltann hnitmiðað neðst í vinstra hornið en Ísland svaraði um hæl.
Ísak Bergmann þræddi boltann í gegnum vörn Kósóvó og á Orra sem var aleinn gegn Arijanet Muric, markverði heimamanna. Hann kom sér framhjá Muric og klíndi síðan boltanum efst upp í fjærhornið eins og sönnum fyrirliða sæmir.
Sigurvegarinn í rimmunni spilar í B-deild næstu Þjóðadeildar.
Bæði mörk leiksins má sjá hér fyrir neðan.
Athugasemdir